Greiðslu­vandi

Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á ýmis úrræði þegar greiðsluerfiðleikar steðja að. Mikilvægt er að grípa fljótt inn í og hvetjum við viðskiptavini til að bóka tíma hjá ráðgjafa svo ræða megi málin.

Næstu skref


Húsnæðislán

Við bjóðum lántakendum upp á ýmis úrræði eins og greiðslufrest og skilmálabreytingar.

  Nánar um húsnæðislán

  Greiðsludreifing og lán

  Við bjóðum viðskiptavinum upp á skiptingu greiðslna og skammtímalán.

   Lesa nánar

   Lausnir fyrir fyrirtæki

   Við aðstoðum fyrirtæki sem hafa lent í greiðslu­erf­ið­leik­um vegna COVID-19.

    Nánar um úrræði fyrir fyrirtæki

    Bóka tíma hjá ráð­gjafa


    Stundum er gott að tala við einhvern og fá ráðgjöf. Veldu dagsetningu og tíma sem hentar þér.

    Greiðslufrestur


    Hægt er að óska eftir greiðslufresti á láni með því að senda inn fyrirspurn og velja Húsnæðislán eða Önnur lán og ábyrgðir sem ástæðu. Ráðgjafar okkar munu svo vera í sambandi við þig með framhaldið og næstu skref.

    Frest­un á greiðsl­um í fæð­ing­ar­or­lofi

    Við bjóðum upp á greiðslufrest á húsnæðislánum í allt að 12 mánuði ef þú átt von á barni og á leiðinni í fæðingarorlof.

    Til að sækja um greiðslufrest vegna fæðingarorlofs þarftu að senda okkur greiðsluáætlun frá Fæðingarorlofssjóði. Við skoðum málið og látum þig svo vita þegar þú getur mætt til okkar og skrifað undir skilmálabreytingu á láninu. Kostnaður vegna skilmálabreytingar er samkvæmt verðskrá bankans hverju sinni.

    Til að sækja um frestun á greiðslum í fæðingarorlofi smelltu á hafa samband og veldu Húsnæðislán.

    Ertu í miklum skuldavanda?


    Hér getur þú kynnt þér nánar um embætti Umboðsmanns skuldara. Megintilgangur embættisins er að bæta stöðu einstaklinga sem eiga í greiðsluerfiðleikum og auðvelda þeim að koma greiðslubyrði og skuldastöðu í ásættanlegt horf.

    Spurt & svarað