Greiðsluvandi
Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á ýmis úrræði þegar greiðsluerfiðleikar steðja að. Mikilvægt er að grípa fljótt inn í og hvetjum við viðskiptavini til að bóka tíma hjá ráðgjafa svo ræða megi málin.
Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á ýmis úrræði þegar greiðsluerfiðleikar steðja að. Mikilvægt er að grípa fljótt inn í og hvetjum við viðskiptavini til að bóka tíma hjá ráðgjafa svo ræða megi málin.
Við bjóðum lántakendum upp á ýmis úrræði eins og greiðslufrest og skilmálabreytingar.
Við bjóðum viðskiptavinum upp á skiptingu greiðslna og skammtímalán.
Við aðstoðum fyrirtæki sem hafa lent í greiðsluerfiðleikum vegna COVID-19.
Stundum er gott að tala við einhvern og fá ráðgjöf. Veldu dagsetningu og tíma sem hentar þér.
Hægt er að óska eftir greiðslufresti á láni með því að senda inn fyrirspurn og velja Húsnæðislán eða Önnur lán og ábyrgðir sem ástæðu. Ráðgjafar okkar munu svo vera í sambandi við þig með framhaldið og næstu skref.
Hér getur þú kynnt þér nánar um embætti Umboðsmanns skuldara. Megintilgangur embættisins er að bæta stöðu einstaklinga sem eiga í greiðsluerfiðleikum og auðvelda þeim að koma greiðslubyrði og skuldastöðu í ásættanlegt horf.
Hér eru nokkur atriði sem gætu svarað þínum spurningum. Þú getur líka rætt við ráðgjafa á netspjallinu eða hringt í ráðgjafaver. Við svörum um hæl.