Lán fyrir þig

Þarftu að eiga fyrir óvæntum útgjöldum? Nú getur þú fengið lán í kortaappinu á örfáum mínútum. Lánið er sérsniðið að þér og þínum þörfum, svo að þú fáir bestu mögulegu kjörin sem eru í boði fyrir þig.

Sækja kortaappið:

Fyrir iOS

Fyrir Android

Næstu skref

Viltu ráðgjöf með fjármálin

Helstu kostir

  • Lánið er afgreitt samstundis, hvenær sem er sólarhrings

  • Þú getur alltaf borgað lánið upp, eða greitt inn á það

  • Ekkert uppgreiðslugjald

  • Lánstími 6-36 mánuðir

Allt um lánið


Lánsfjárhæð

Lágmarksfjárhæð lánsins er 150 þúsund kr. Hámarksfjárhæð lánsins er háð lánshæfi og greiðslugetu viðskiptavinar, en þó aldrei hærri en 2 milljónir kr. Hámarks lánstími eru 3 ár og lágmarks lánstími 6 mánuðir.  

Hverjir geta sótt um lánið?

Viðskiptavinir sem hafa náð 18 ára aldri ásamt því að hafa greiðslugetu og lánshæfi samkvæmt kröfum sem bankinn metur með sjálfvirkum hætti. Greiða þarf upp lánið til þess að geta sótt um annað slíkt lán.

Hvaða vextir eru í boði á láninu?

Vextir lánsins eru breytilegir eftir lánshæfi hvers og eins. Vextir lánsins eru óverðtryggðir.

Hvernig er afborgunum á láni háttað?

Viðskiptavinum er frjálst að greiða inn á lánið þegar þeim hentar,  án kostnaðar, sama gildir ef viðskiptavinur vill greiða upp lánið. Greiðsluseðill birtist mánaðarlega í netbanka og appi. Ef lán er tekið eftir 21. dags mánaðar er fyrsta greiðsla láns rúmum mánuði seinna. Viðskiptavinir eru hvattir til að skrá lánið í beingreiðslu til að lækka mánaðarlegt seðilgjald.