Snertilaust

Hægt er að greiða snertilaust með símanum eða snjallúrinu á fljótlegan og einfaldan hátt. Það er engin hámarksupphæð við þessar greiðslur. Einnig er hægt að greiða snertilaust með kortinu sjálfu að hámarki 7.500 kr. hver færsla.


Greiða með Android

Þú getur tengt kort við síma, Fitbit og Garmin snjallúr. Ekki er hámark á upphæð.

ATH. Ef snertilausar greiðslur virka ekki er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:

 • Passa þarf að kveikt sé á NFC virkni símans.
 • Kannaðu í appinu hvort kort hafi ekki verið virkjað fyrir snertilausum greiðslum.
 • Ef þú ert með virkjað Face-ID eða Fingerprint þá gætir þú prófað að breyta læsingu símans yfir í PIN-númer og athuga hvort snertilausar greiðslur virki eftir breytingar.

Skoða nánar um Android

Greiða með iOS

Þú getur tengt kort við Apple Wallet og greitt með Apple símum, úrum og spjaldtölvum. Ekki er hámark á upphæð.

Skoða nánar um iOS

Greiða snertilaust með korti

 • Hver snertilaus greiðsla á korti getur að hámarki verið 7.500 kr.
 • Samanlögð upphæð snertilausra greiðslna á korti getur ekki verið hærri en 15.000 kr. á milli þess sem kortið er notað á hefðbundinn hátt og greiðsla er staðfest með PIN númeri
 • Þegar hámarksupphæð snertilausra greiðslna er náð þarf að staðfesta greiðslu með PIN númeri til þess að hægt sé að hefja snertilausar greiðslur á ný

Hér má finna leiðbeiningar um hvernig á að virkja snertilausar greiðslur í snjallúri

Leiðbeiningar fyrir hvernig á að virkja snertilausar greiðslur í appinu.


 1. Opnaðu appið í símanum með því að stimpla inn öryggisnúmerið þitt
 2. Efst á skjánum sérðu þau kort sem þú hefur skráð, þar getur þú dregið til hægri eða vinstri þangað til kortið sem þú vilt virkja snertilausar greiðslur fyrir er fundið.
 3. Þá velur þú rauða hnappinn, rétt fyrir neðan kortin, til hægri, "Skoða kort".
 4. Á sama stað og þú valdir "Skoða kort" í skrefi 3, er núna valmöguleikinn "Virkja snertilausar greiðslur". Veldu hann.
 5. Þá þarft þú að gefa appinu leyfi fyrir því að nota snertilausar greiðslur.
 6. Veldu valmöguleikann "Veita leyfi" neðst á skjánum.
 7. Þá birtist annar lítill gluggi á skjánum með tvenna valmöguleika, "Deny" og "Allow". Veldu "Allow" sem þýðir á íslensku "leyfa".
 8. Þá lokast litli glugginn og þú getur valið neðst á skjánum "Áfram"
 9. Næst þarft þú að samþykkja skilmála. Það gerir þú með því að velja rauða hnappinn neðst á síðunni "Samþykkja skilmála".
 10. Þá birtast leiðbeiningar um hvernig þú greiðir með símanum sem þú getur lesið hafir þú áhuga. Annars getur þú valið neðst á símanum "Loka"
 11. Þá hefur þú virkjað snertilausar greiðslur í símanum.
 12. Mundu að nauðsynlegt er að hafa kveikt á "NFC" skynjara símans til þess að framkvæma snertilausa greiðslu. Það er ólíkt eftir því hvernig síma þú hefur hvernig þú kveikir á "NFC" skynjaranum.

Hér er að finna leiðbeiningar um hvernig á að virkja snertilausargreiðslur í snjallúrinu þínu

Virkja í appinu


Þú getur tengt kortin þín og greitt með símanum eða snjallúrinu á fljótlegan og einfaldan hátt.