Snertilaust

Þú getur tengt kortin þín og greitt með símanum eða snjallúrinu á fljótlegan og einfaldan hátt. Það er engin hámarksupphæð ef þú notar snjalltæki en hver snertilaus greiðsla á korti getur að hámarki verið 7.500 kr. Samanlögð upphæð snertilausra greiðslna á korti getur ekki verið hærri en 15.000 kr.


Greiða með Android

Þú getur tengt kort við síma, Fitbit og Garmin snjallúr. Ekki er hámark á upphæð.

ATH. Ef snertilausar greiðslur virka ekki er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:

  • Passa þarf að kveikt sé á NFC virkni símans.
  • Kannaðu í appinu hvort kort hafi ekki verið virkjað fyrir snertilausum greiðslum.
  • Ef þú ert með virkjað Face-ID eða Fingerprint þá gætir þú prófað að breyta læsingu símans yfir í PIN-númer og athuga hvort snertilausar greiðslur virki eftir breytingar.

Skoða nánar um Android

Greiða með iOS

Þú getur tengt kort við Apple Wallet og greitt með Apple símum, úrum og spjaldtölvum. Ekki er hámark á upphæð.

Skoða nánar um iOS

Greiða snertilaust með korti

  • Hver snertilaus greiðsla á korti getur að hámarki verið 7.500 kr.
  • Samanlögð upphæð snertilausra greiðslna á korti getur ekki verið hærri en 15.000 kr. á milli þess sem kortið er notað á hefðbundinn hátt og greiðsla er staðfest með PIN númeri
  • Þegar hámarksupphæð snertilausra greiðslna er náð þarf að staðfesta greiðslu með PIN númeri til þess að hægt sé að hefja snertilausar greiðslur á ný

Virkja í appinu


Þú getur tengt kortin þín og greitt með símanum eða snjallúrinu á fljótlegan og einfaldan hátt.