Greiðsluvandi - Húsnæðislán

    Greiðslufrestur

    Greiðslufrestur

    Hægt er að sækja um greiðslufrest á lánum vegna greiðsluerfiðleika, s.s. vegna atvinnuleysis, veikinda eða slysa. Sækja um hér.

    Áhyggjulaust fæðingarorlof

    Við bjóðum upp á greiðslufrest á húsnæðislánum í allt að 12 mánuði ef þú átt von á barni og á leiðinni í fæðingarorlof.

    Til að sækja um greiðslufrest þarftu að hafa samband (velja greiðslufrestur vegna fæðingarorlofs) og senda okkur greiðsluáætlun frá fæðingarorlofssjóði. Við látum þig svo vita þegar þú getur mætt til okkar og skrifað undir skilmálabreytingu á láninu.

    Breyting á lánum

    Endurfjármögnun

    Endurfjármögnun lána getur komið sér vel í einhverjum tilvikum, til dæmis ef þú vilt sameina lán og lengja lánstíma þannig að mánaðarlegar greiðslur lána séu sem allra lægstar.

    Skilmálabreytingar

    Þá er einnig hægt að skilmálabreyta lánum sem þú ert með fyrir, þar sem lánstími er lengdur til að lækka greiðslubyrði sem dæmi. Það getur hentað ef þú vilt ekki endurfjármagna núverandi lán til að halda ákveðnum vöxtum sem eru kannski ekki lengur í boði í dag, þar sem vextir kunna að hafa hækkað síðan þú tókst lánið.

    Vaxtagreiðsluþak

    Vaxtagreiðsluþak er þjónusta sem veitir þeim viðskiptavinum sem slík ákvæði hafa í skilmálum óverðtryggðra húsnæðislána skjól fyrir sveiflum í greiðslubyrði við hækkun vaxta.

    Séreignarsparnaður

    Séreignarsparnaður inn á afborgun

    Fyrstu kaupendur geta nýtt úrræði ríkisins með því að ráðstafa séreignarsparnaði inn á afborgun óverðtryggðra húsnæðislána í stað höfuðstól lánsins (og öfugt). Þú getur lesið nánar um úrræðið, sótt um eða breytt um ráðstöfunarleið á vef RSK.

    Fastir vextir

    Viltu festa vexti?

    Ef þú vilt tryggja fyrirsjáanleika þegar kemur að greiðslubyrði óverðtryggðra lána næstu 3-5 árin getur þú óskað eftir því að festa vextina á láninu hér. Fastir vextir eru þó alla jafna hærri en breytilegir vextir á hverjum tíma. Nánar um fasta vexti.

Bóka tíma hjá ráð­gjafa


Stundum er gott að tala við einhvern og fá ráðgjöf. Veldu dagsetningu og tíma sem hentar þér.