Að stofna fyrirtæki

Þegar kemur að sjálfri stofnun fyrirtækisins er gott að hafa nokkur atriði í huga. Hér finnur þú upplýsingar um hvernig umbreyta má góðri viðskiptahugmynd yfir í árangursríkan rekstur.

Gerð viðskiptaáætlunar


Að hefja rekstur

  Val á rekstrarformi

  2. skref

  Við upphaf rekstrar er mikilvægt að velja rekstrarform við hæfi. Einstaklingar geta stundað atvinnurekstur á eigin kennitölu en algengast er að einkahlutafélag sé stofnað utan um atvinnustarfsemi. Ábyrgð eiganda og skattlagning er ólík eftir rekstrarformi og því er gott að ráðfæra sig við löggiltan endurskoðanda, bókara eða lögmann þegar kemur að því að velja rekstrarform sem hentar þinni starfsemi. Hér finnur þú frekari upplýsingar um rekstrarform.

  Stofnun fyrirtækis

  3. skref

  Næsta skref er að stofna fyrirtækið hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Einkahlutafélag er hægt að stofna með rafrænum hætti á þjónustuvef Skattsins og tekur það vanalega um 4-5 virka daga. Afgreiðsla umsókna um stofnun annarra félaga en einkahlutafélaga geta tekið um 10-12 virka daga. Lágmarkshlutafé sem greiða þarf inn til einkahlutafélags við stofnun er 500.000 kr. Kostnað við skráningu félaga má finna á vef Skattsins.

  Ef þú kýst að hefja rekstur á eigin kennitölu þarftu ekki að skrá fyrirtækið hjá fyrirtækjaskrá en mikilvægt er að tilkynna reksturinn til launagreiðendaskrár ríkisskattstjóra og virðisaukaskattsskrá, ef þú ert að hefja virðisaukaskattsskyldan atvinnurekstur.

Starfsleyfi

  Starfsleyfi

  4. skref

  Sérstök leyfi eða réttindi þarf frá yfirvöldum til að stunda ákveðna atvinnustarfsemi. Áður en rekstur hefst er mikilvægt að kanna hvort umsögn þurfi um starfsemina frá Vinnueftirlitinu eða hvort leyfi þurfi frá Heilbrigðiseftirlitinu. Til dæmis þarf leyfi til að framleiða og dreifa matvælum.

  Gott er að kynna sér hvaða reglur gilda um þá atvinnugrein sem þú hyggst hefja rekstur í, svo sem hvort sveinspróf eða meistarapróf þurfi til að stunda starfsemina. Sum störf njóta lögverndar og í slíkum tilfellum mega aðeins þeir sem til þess hafa opinber leyfi stunda starfið og kenna sig við starfsheitið. Sem dæmi eru bakari, húsasmiður og rafvirki lögvernduð starfsheiti.

Fjármögnun


5. skref