Margar leiðir eru í boði við að innleiða samfélagsábyrgð og sjálfbærni í daglegan rekstur. Gott fyrsta skref er að staldra við og spyrja sig hvaða þáttum á að forgangsraða. UFS leiðbeiningar Kauphallarinnar útlista þrjátíu sjálfbærniþætti sem gagnlegt er að hafa til hliðsjónar við valið. Hvar liggja styrkleikar þíns fyrirtækis út frá þessum viðmiðum og hvaða ferlum er hægt að breyta sem hafa mest áhrif?
Innleiðing sjálfbærni í reksturinn má brjóta niður í þrjú atriði; mælingar, markmið og aðgerðir. Hér fyrir neðan finnur þú upplýsingar um verkfæri sem nýtast á sjálfbærnivegferðinni.