Sparileið

Verðtryggður sparnaðarreikningur þar sem vextirnir eru breytilegir eftir binditíma.

Næstu skref

Vilt þú stofna Sparileið í netbankanum?

Helstu kostir

  • Engin gjöld eða þóknanir.

  • Vextir hækka með lengri binditíma.

  • Vextir greiddir út mánaðarlega.

  • Verðtryggður sparnaðarreikningur.

Þú velur binditímann


Við bjóðum upp á þrjá mislanga binditíma. Binditíminn ræður svo vaxtakjörum. Eftir því sem fjárhæðin er bundin lengur, þeim mun hærri vexti færð þú af innistæðunni.

Þrep

Binditími

Vextir

Sparileið 36

3 ár

1,10%*

Sparileið 48

4 ár

1,20%*

Sparileið 60

5 ár

1,30%*

Samkvæmt reglum frá Seðlabanka Íslands sem taka gildi 1.nóvember 2019 breytast reglur um verðtryggða innlánsreikninga  þannig að hver innborgun er bundin í 36, 48 eða 60 mánuði, eftir því hvaða binditími er valinn við stofnun reiknings. Að binditíma loknum er hvert innlegg laust til útborgunar í einn mánuð og að því tímabili loknu binst innleggið á ný og verður uppsegjanlegt með þriggja mánaða fyrirvara.

*Vextir skv. gildandi vaxtatöflu

Hentar Sparileið fyrir þig?


Sparileið hentar þeim sem vilja fá háa vexti af sparnaðinum. Eftir því sem fjárhæðin er bundin lengur, þeim mun hærri vexti færð þú af innistæðunni. Að binditíma loknum er reikningurinn laus til útborgunar í einn mánuð í senn á sex mánaða fresti. Hvert og eitt innlegg er bundið í umsaminn binditíma.