Fast­vaxta­reikningur

Þú leggur inn eina innborgun að lágmarki 100.000 kr. og færð fasta, mánaðarlega vexti út binditímann.

Helstu kostir

  • Engin gjöld eða þóknanir.

  • Engin fjárhæðarmörk.

  • Aðeins ein innborgun leyfð.

  • Leggja þarf inn á reikninginn sama dag og hann er stofnaður.

  • Vextir greiddir út mánaðarlega.

  • Óverðtryggður sparnaðarreikningur

Þú velur bindi­tímann


Við bjóðum upp á fjóra mislanga binditíma. Binditíminn ræður svo vaxtakjörum.

Hentar Fast­vaxta­reikningur fyrir þig?


Fastvaxtareikningur hentar bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja góða vexti og geta bundið að lágmarki 100.000 kr. í allt að 1 ár.

Hvernig tek ég út af reikningnum?

Vextir eru greiddir út mánaðarlega inn á ráðstöfunarreikning sem viðskiptavinur tilgreinir við stofnun reiknings. Þegar binditíma lýkur er innistæðan flutt á ráðstöfunarreikninginn og Fastvaxtareikningnum lokað.

Sparnaðarreiknivél fyrir Fastvaxtareikning