Störf í boði

Á ráðningarvefnum getur þú sótt um auglýst störf eða lagt inn almenna starfsumsókn. 

Næstu skref

Sækja um starf hjá Íslandsbanka

Starfsfólk Íslandsbanka


Fjárfesting í starfsfólki er lykillinn að velgengni bankans og mikilvægt er að byggja upp fjölbreyttan hóp starfsmanna sem býr yfir ólíkri reynslu, þekkingu og hæfileikum.

Íslandsbanki er krefjandi vinnustaður þar sem samvinna er lykillinn að árangri. Starfsfólk er hvatt til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð, læra nýja hluti, koma með hugmyndir og sýna það besta sem í því býr. Fjárhagslegur styrkur bankans, ásamt þekkingu og hæfileikum starfsfólks eru undirstaða fyrirtækisins og grunnurinn að framtíðaruppbyggingu þess.

Gott að vita

Þegar þú skrifar ferilskrá og ert að undirbúa þig fyrir atvinnuviðtal eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga.

Tilgangur ferilskrár er að vinnuveitandi geti séð hvort umsækjandi uppfylli þær meginkröfur sem gerðar eru til starfsins. Ef til viðtals kemur mun gefast tækifæri til að fjalla nánar um það sem í henni stendur.