Framúrsk­ar­andi vinnu­stað­ur

Við störfum í krefjandi umhverfi þar sem verkefnin eru fjölbreytt og síbreytileg. Á sama tíma viljum við bjóða upp á heilbrigt starfsumhverfi þar sem mikil áhersla er lögð á jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.

Samheldinn og metnaðarfullur hópur 


Hjá Íslandsbanka starfa um 700 manns. Við vinnum saman af eldmóði að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Íslandsbanki hefur staðist jafnlaunavottun og hlotið Jafnlaunamerki Velferðaráðuneytis. Við leggjum mikla áherslu á sjálfbærnimál og styðjum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.