Leiðbeiningar: Umsókn á debetkorti

Hér nálgast þú leiðbeiningar um hvernig þú sækir um debetkort.


  1. Opnaðu síðu debetkorta á síðu Íslandsbanka.
  2. Efst á síðunni er rauður hnappur „Sækja um“. smelltu á hann.
  3. Fylltu inn upplýsingar um símanúmer til þess að auðkenna þig með rafrænum skilríkjum. Hér getur þú nálgast leiðbeiningar um hvernig þú sækir um rafræn skilríki.
  4. Eftir að hafa skráð þig inn með rafrænum skilríkjum er hægt að bæta einu eða fleiri debetkortum í körfu.
  5. Þegar debetkort er bætt í körfu er nýr debetreikningur stofnaður á bakvið kortið.
  6. Að því loknu er gengið frá pöntun og skilmálar staðfestir.