Hvernig á að sækja um rafræn skilríki leiðbeiningar

Hér má nálgast leiðbeingar um hvernig hægt er að sækja um rafræn skilríki.


  1. Fyrst þarftu að fara inná vef Auðkennis.
  2. Þar stimplar þú símanúmerið þitt til þess að athuga hvort að síminn þinn styðji rafræn skilríki.
  3. Ef síminn þinn styður rafræn skilríki, þá færðu valmöguleikann "Afgreiðslustaðir rafrænna skilríkja". Þú smellir á þennan valmöguleika.
  4. Þá birtast valmöguleikar um ólíka landshluta. Til þess ða fá rafræn skilríki í síma er nauðsynlegt að mæta á afgreiðslustað rafrænna skilríkja. Veldu þann landshluta sem hentar þér best að mæta á. Til dæmis gætir þú valið "Höfuðborgarsvæðið".
  5. Næsta skref er að velja þann viðskiptabanka sem þú hefur þín viðskipti við eða af sérstakt útibú rafrænna skilríkja. Til dæmis gætir þú valið "Íslandsbanka"
  6. Þá birtast staðsetningar og heimilsföng þeirra útibúa sem þú getur mætt í til þess að ganga frá umsókninni um rafræn skilríki.
  7. Þegar þú mætir á staðinn er nauðsynlegt að vera gild skilríkja eins og til dæmis ökuskírteini eða vegabréf.
  8. Starfsmaður í útibúi mun síðan aðstoða þig við næstu skref.
  9. Ferlið tekur ekki langan tíma en það fer auðvitað að hluta eftir hversu mikið að er að gera í útibúinu á þeim tíma sem kýst að mæta í. Ferlið sjálft ætti ekki að taka meira en um það bil 15-20 mín.