Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Við styðjum við fyrirtækin okkar

Við munum aðstoða fyrirtæki sem þurfa tímabundið svigrúm og lenda í greiðsluerfiðleikum vegna kórónuveirunnar.


Úrlausnirnar sem við bjóðum upp á felast í tímabundinni frestun afborgana og vaxta af lánum í allt að sex mánuði. Þær taka mið af Samkomulagi um tímabundna frestun greiðslna vegna heimsfaraldurs COVID-19 sem aðilar á lánamarkaði hafa gert með sér. Frestaðar greiðslur leggjast við höfuðstól og lengist samningstími/lánstími sem nemur fjölda frestaðra afborgana.

Meðal skilyrða fyrir frestuninni er að fyrirtæki hafi verið í heilbrigðum rekstri áður en áhrifa veirunnar fór að gæta og þau hafi ekki verið í vanskilum við bankann lengur en í 60 daga í lok febrúar s.l.

Fleiri skilyrði eru tiltekin í ofangreindu samkomulagi.

Til að óska eftir tímabundinni frestun greiðslna má senda póst á fyrirtaeki@islandsbanki.is Einnig tekur þinn tengiliður í bankanum eða viðskiptastjóri við beiðnum í gegnum síma og tölvupóst.

 Sjá nánar hér upplýsingar til fyrirtækja