Markmið laganna er aukin vernd fyrir fjárfesta og gagnsæi í viðskiptum.
Ný lög um markaði fyrir fjármálagerninga
Þann 1. september taka gildi ný lög nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga. Með lagasetningunni er innleidd á Íslandi Evrópulöggjöf sem snýr að viðskiptum með fjármálagerninga.
Viðskiptavinir sem ekki hafa nýlega endurnýjað samning sinn þurfa að undirrita nýjan samning um viðskipti með fjármálagerninga. Hægt er að ganga frá undirritun samningsins og fylla út spurningalista með rafrænum skilríkjum hér.
Eigi viðskiptavinur ekki rafræn skilríki þarf að hafa samband við bankann til að ganga frá samningi.
Viðskiptavinir sem eru nú þegar í viðskiptum með fjármálagerninga hjá Íslandsbanka geta uppfært spurningalista með einföldum hætti með því að smella hér.
Vegna lagabreytinganna hefur bankinn gert breytingar á almennum skilmálum Íslandsbanka vegna viðskipta með fjármálagerninga. Skilmálana má finna hér.
Lögaðilar þurfa að hafa LEI
Afar mikilvægt er að lögaðilar sem eiga eða vilja eiga viðskipti með verðbréf sem eru skráð á viðskiptavettvang fái sér LEI auðkenni (Legal Entity Identifier). Sjá nánar hér. Án LEI auðkennis verður ekki hægt að framkvæma viðskipti með skráð verðbréf eftir 1. september.
Nánari upplýsingar má nálgast í netspjalli eða í síma 440-4000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á verdbref@islandsbanki.is eða hafa samband við þinn tengilið hjá bankanum.