Athugið

Þessi grein er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Góð ráð fyrir fríið

Á þessum tíma ársins bruna landsmenn um land allt í leit að góðu sumarfrísskjóli og baráttan um rafmagnsinnstungurnar á tjaldsvæðunum hefur aldrei verið grimmari.


Á meðan pakka aðrir niður sumarfötunum sem eru rykug eftir erfiðan vetur. En það þarf að huga að fjármálum hvar sem við erum og hér eru nokkur ráð sem gott er að hafa í huga til að tryggja hagkvæmni í sumarfríinu.

 • Farið vel yfir allar kortatryggingar áður en þið pantið ferðir og gætið þess að ferðatryggingar séu nægilegar ef greitt er með korti.  Með flestum kortum fylgja forfallatryggingar sem nauðsynlegt er að hafa ef eitthvað kemur upp á. Upplýsingar um tryggingar kreditkorta frá Íslandsbanka.
 • Kannið vildarpunktastöðu áður en gengið er frá hótel-eða flugpöntun. Vildarpunktar Icelandair koma fólki oft langt áleiðis í fríið en með kortum Icelandair kortum hjá Íslandsbanka er punktum safnað í samræmi við eyðslu.
 • Það er hagkvæmast bæði innanlands og erlendis að taka pening út af debetkortum í hraðbönkum í stað kreditkorta. Gætið þess þó að taka ekki of háar fjárhæðir út í einu eða ferðast með mikið af seðlum. Það getur verið vesen.
 • Kynnið ykkur Fríðutilboð vel en með kortum Íslandsbanka fást sérsniðin endurgreiðslutilboð á mat, þjónustu og upplifun! Fyrir utan hvað það er gaman að fara í bíó á mánudögum og fá helminginn af miðaverði og sælgæti endurgreiddan. Fríðu nálgast þú í appi Íslandsbanka.
 • Borgið með símanum þar sem það er hægt. Android og iOS notendur geta borgað með símanum með einföldum og fljótlegum hætti og draga þannig úr hættunni að PIN númer fari á flakk.
 • Talandi um PIN – þegar þið eruð stödd í útlöndum og munið varla hvernig maður talar íslensku þá er lítið mál að sjá PIN númer í appinu. Ef kortið týnist er æskilegt að frysta kortið strax í appinu og svo má opna það aftur ef kortið birtist skyndilega aftur.
 • Gætið þess að vegabréfið sé ennþá í gildi. Það er dýrt og ekki vinsælt hjá öðrum heimilismeðlimum að átta sig á að passinn sé ekki í gildi.
 • Ekki fresta því að splitta reikningnum með ferðafélögum – það man það enginn. Með Kass appinu er auðvelt að rukka, greiða og splitta reikningum.
 • Nýtið Tax Free erlendis en í dag er það fljótlegt og einfalt í flestum verslunum – og margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt.
 • Bókið dagsferðir fyrirfram á netinu þar sem í mörgum tilfellum er hægt að nálgast afslætti eða tilboð.
 • Það er liðin tíð að þurfa að hringja í þjónusturáðgjafa til að bjarga næsta kreditkortareikningi – í appinu er með einföldum hætti hægt að dreifa greiðslum og sækja um breytingar á yfirdrætti.
 • Nýtið ferðatöskurnar vel og rúllið fatnaði vel upp til að koma sem mestu fyrir. Í guðanna bænum ekki ofmetnast og taka aðeins grillolíu með á sólbekkinn.