Athugið

Þessi grein er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Á ég að skipta um ávöxtunarleið í séreignarsparnaði?

Eftir því sem styttra er í að við nýtum séreignarsparnaðinn minnkar svigrúm til áhættutöku.


Við ráðum sjálf hvernig séreignarsparnaðurinn okkar er ávaxtaður. Í aðdraganda og í kjölfar starfsloka er gott tilefni til að skoða þau mál og velta því fyrir sér hvaða ávöxtunarleið hentar best.

Við veljum okkur ekki eingöngu ávöxtunarleiðir eftir aldri, en hann hefur þó vissulega mikið að segja. Þegar við erum yngri og enn á vinnumarkaði höfum við meira svigrúm fyrir áhættu og sveiflur til að freista þess að ná fram meiri ávöxtun. Þeir sem eru farnir að huga að því að nota sparnaðinn sinn og hættir að greiða í séreignarsparnað gætu hins vegar haft minna svigrúm og minni áhuga á sveiflum og áhættu. Þess vegna er mikilvægt að endurskoða ávöxtunarleiðina með það í huga að draga úr áhættu þegar nær dregur eftirlaunum, en slíkt gæti t.d. verið mögulegt með því að dreifa sparnaðinum skynsamlega.

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga

  • Kynntu þér vel hvernig hægt er að dreifa sparnaði til að draga úr áhættu
  • Hafðu öryggi sparnaðarleiða í huga og passaðu að skilja vel þær leiðir sem þú velur
  • Eftir því sem styttra er í að við nýtum séreignarsparnaðinn minnkar svigrúm til áhættutöku

Íslandsbanki býður upp á fjölmargar ávöxtunarleiðir fyrir séreignarsparnað. Meðal þeirra sem hentað gætu þeim sem huga að starfslokum eru:

Nánari upplýsingar um ávöxtunarleiðir má finna hér.

Íslandsbanki veitir ráð og leiðbeiningar varðandi starfslok og sparnað á lífeyrisaldri. Þú getur pantað ráðgjöf eða spjallað við okkur í síma 440-4000.

Fyrirlestur um fjármál við starfslok


Upptaka frá fræðslufundi í janúar 2020 þar sem rætt er um það sem mikilvægast er að hafa í huga í aðdraganda starfsloka.

Höfundur


Denis Cardaklija

Viðskiptastjóri Verðbréfa- og lífeyrisráðgjafar Íslandsbanka


Senda tölvupóst