Við bjóðum góðan vinnustað

Íslandsbanki leggur ríka áherslu á að skapa gott starfsumhverfi þar sem eldmóður, fagmennska og samvinna er höfð að leiðarljósi. Bankinn hefur hlotið viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í mannauðsmálum og hvatningarverðlaun jafnréttisráðs. Fólkið okkar er stærsta auðlind bankans. Við leggjum mikla áherslu á að því líði vel í vinnu, njóti jafnréttis og fái tækifæri til að þroskast í starfi. 

Störf í boði


Á ráðningarvefnum getur þú sótt um auglýst störf eða lagt inn almenna starfsumsókn. Þar er einnig hægt að skrá eða uppfæra grunnupplýsingar, skipta um mynd, bæta inn viðhengjum og eyða þeim sem eru orðin úrelt.

Jafnrétti


Jafnrétti er okkur hjartans mál en einn af styrkleikum bankans er mikil áhersla á jafnrétti kynjanna og að nýta til jafns þekkingu og hæfileika alls starfsfólks óháð kyni.

Mannauðsstefna


Markmið Íslandsbanka er að ráða, efla og halda hæfu og traustu starfsfólki. Íslandsbanki sækist eftir starfsfólki sem býr yfir yfirburðaþekkingu eða reynslu, sýnir eldmóð, fagmennsku og vinnur saman að því að leita ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans.

Framúrskarandi vinnustaður


Við störfum í krefjandi umhverfi þar sem verkefnin eru fjölbreytt og síbreytileg. Á sama tíma viljum við bjóða upp á gott og heilbrigt starfsumhverfi þar sem mikil áhersla er lögð á jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Við leggjum mikla áherslu á vinna saman af eldmóði og fagmennsku og lifa þannig gildin okkar.

Verkefnamiðuð vinnuaðstaða


Vinnuumhverfið í Íslandsbankaturninum er nútímalegt, sveigjanlegt og framsækið. Vinnuaðstaðan er fjölbreytt og sniðin að mismunandi verkefnum og þörfum starfsfólks hverju sinni. Þetta kallast verkefnamiðuð vinnuaðstaða. Með þessu móti eykst gagnsæi á vinnustaðnum og samstarf á milli deilda og sviða.