Við bjóðum góðan vinnustað

Hjá Íslandsbanka starfa um 700 manns. Við vinnum saman af eldmóði að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi.

Vinnustaðurinn


Íslandsbanki er eftirsóknarverður vinnustaður. Jafnrétti, fjölbreytni og mannréttindi eru grundvallaratriði í daglegum störfum bankans. Áhersla er lögð á góð og uppbyggileg samskipti, traust, liðsheild og jákvæða vinnustaðamenningu þar sem starfsfólk fær tækifæri til þess að vaxa og þróast í starfi. Forsendan er nútímalegt, sveigjanlegt og framsækið vinnuumhverfi sem styður við heilsu, ánægju og vellíðan starfsfólks.

Nútímalegt vinnuumhverfi


Vinnuumhverfið í Íslandsbanka er nútímalegt, sveigjanlegt og framsækið. Vinnuaðstaðan er fjölbreytt og sniðin að mismunandi verkefnum og þörfum starfsfólks hverju sinni. Þetta kallast verkefnamiðuð vinnuaðstaða.

Lögð er áhersla á sveigjanlegan vinnutíma, þar sem því verður við komið. Fjarvinna er valkvæð og starfsfólk sem kýs að vinna fjarvinnu gerir það í samráði við sinn stjórnanda og út frá skipulagi sem hentar hverju sinni. Fjarvinna er hluti af áherslum bankans til að minnka kolefnislosun sem hlýst af rekstrinum og hefur jákvæð áhrif á umhverfið.

Heilsa og vellíðan


Við leggjum okkur fram um að skapa umhverfi sem styður við heilsu, ánægju og vellíðan starfsfólks. Mikil áhersla er lögð á góð og uppbyggileg samskipti, liðsheild og heilbrigða vinnustaðamenningu. Starfsfólki hefur verið tryggt aðgengi að ýmiskonar þjónustu og er það hvatt til þess að nýta sér þau úrræði sem þeim standa til boða til þess að bæta heilsu sína og líðan. Sem dæmi má nefna sálfræðiþjónustu, læknisþjónustu, heilsufarsmælingu, inflúensusprautu, nudd á vinnutíma, líkamsræktarstyrk, samgöngustyrk, hollum mat og ýmsa heilsueflandi fræðslu.

Sjálfbærni


Íslandsbanki býður starfsfólki að leggja sitt af mörkum til góðgerðarmála. Starfsfólk bankans geta varið einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis. Með þessu móti vill bankinn rétta samfélagsverkefnum um land allt hjálparhönd. Bankinn leggur mikla áherslu á sjálfbærnimál og styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Bankinn tekur þátt í stórum sem smáum verkefnum þar sem eftirfarandi fjögur heimsmarkmið eru höfð að leiðarljósi: menntun fyrir alla, jafnrétti kynjanna, nýsköpun og uppbygging og aðgerðir í loftlagsmálum. Kynntu þér meira um sjálfbærnistefnu Íslandsbanka hér.

Fræðsla og vöxtur


Í Íslandsbanka eru fjölbreytt tækifæri í boði fyrir starfsfólk að vaxa og þróast í starfi. Haldið er úti öflugu og faglegu fræðslustarfi og starfsfólki stendur margvísleg námskeið, fræðsluerindi og þjálfun til boða. Hluti námskeiða eru í umsjón starfsfólks en þannig miðlum við sérþekkingu og heildin dafnar. Starfsfólk er hvatt til þess að afla sér nýrrar þekkingar og færni svo það megi hámarka árangur og vellíðan í starfi.

Jöfn tækifæri


Íslandsbanki leggur ríka áherslu á að tryggja jafnrétti, fjölbreytileika og mannréttindi og býður öll velkomin, bæði viðskiptavini og starfsfólk. Jafnrétti er okkur hjartans mál og við höfum að leiðarljósi að nýta til jafns þekkingu og hæfileika alls starfsfólks óháð kyni. Stefnt er að því að hafa hlutfall kynja sem jafnast á sviðum, deildum, nefndum, ráðum og stjórnum sem og í stjórnendastöðum. Allt starfsfólk, óháð kyni, á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það sæti ekki einelti, kynbundinni eða kynferðislegri áreitni. Kynntu þér meira um jafnréttistefnu Íslandsbanka hér.

Félagslíf


Góð líðan starfsfólks, jákvæð samskipti og gagnkvæm virðing og traust ýtir undir góða liðsheild og samvinnu milli teyma og sviða. Íslandsbanki og starfsmannafélag bankans stuðla að öflugu félagslífi og er boðið upp á fjölda viðburða ár hvert. Bankinn styður meðal annars við fjölbreytt hópa- og klúbbastarf á vegum starfsfólks þar sem allt starfsfólk gegnir mikilvægu hlutverki við að skapa bestu liðsheildina.

Störf í boði


Á ráðningarvefnum getur þú sótt um auglýst störf eða lagt inn almenna starfsumsókn.

Mannauðsstefna

Markmið Íslandsbanka er að ráða, efla og halda hæfu og traustu starfsfólki.

  Nánar um mannuðsstefnu

  Sjálfbærni

  Við viljum vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í samfélaginu sem við búum í.

   Nánar um sjálfbærnistefnu

   Jafnrétti

   Jafnrétti er okkur hjartans mál en einn af styrkleikum bankans er mikil áhersla á jafnrétti kynjanna.

    Nánar um jafnrétti