Við bjóðum góðan vinnustað
Íslandsbanki leggur ríka áherslu á að skapa gott starfsumhverfi þar sem eldmóður, fagmennska og samvinna er höfð að leiðarljósi. Bankinn hefur hlotið viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í mannauðsmálum og hvatningarverðlaun jafnréttisráðs. Fólkið okkar er stærsta auðlind bankans. Við leggjum mikla áherslu á að því líði vel í vinnu, njóti jafnréttis og fái tækifæri til að þroskast í starfi.