Skýrslur ársins 2018

Ársskýrsla Íslandsbanka 2018, ásamt ársreikningi samstæðu og áhættuskýrslu gefa greinargóða mynd af starfsemi bankans og rekstri á árinu.

Ársskýrsla (PDF)

Ársreikningur (PDF)

Áhættuskýrsla (PDF)

Svipmynd af Íslandsbanka


Hér getur þú nálgast samantekt úr skýrslunum. Að auki má finna frekara efni tengt ársuppgjörinu á síðu fjárfestatengsla.

Svipmynd af Íslandsbanka


Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera #1 í þjónustu.

Þrjár viðskiptaeiningar vinna þétt saman til að tryggja góð sambönd við okkar viðskiptavini, ásamt því að einfalda vöruframboð og sýna samfélagslega ábyrgð.


Fréttir og útgáfur bankans má finna á Fjölmiðlatorginu.

Ávörp


Íslandsbanki mældist efstur í Íslensku ánægjuvoginni hjá viðskiptavinum í bankaþjónustu, sjötta árið í röð - þetta er staðfesting á viðleitni okkar frábæra starfsfólks um að vera #1 í þjónustu. Við kynntum fjölmargar stafrænar lausnir til leiks á árinu og studdum við áframhaldandi vöxt í þjóðfélaginu með m.a. virkri lánastarfsemi til einstaklinga og fyrirtækja, öflugri fyrirtækjaráðgjöf og gjaldeyrismiðlun.

Ávarp stjórnarformanns

Ávarp bankastjóra

Efnahagságrip


Núverandi hagsveifla hefur reynst lífseigari á Íslandi en margir töldu. Árin 2013–2017 var hagvöxtur að jafnaði 4,4% ár hvert. Uppgangur ferðaþjónustunnar á hér drjúgan hluta að máli ásamt fleiri hagfelldum þáttum sem ýtt hafa undir myndarlegan vöxt einkaneyslu og fjárfestingar. Hraður hagvöxtur hefur ekki haft í för með sér stóraukna skuldsetningu eða verulegt efnahagslegt ójafnvægi, öfugt við mörg fyrri vaxtarskeið á Íslandi.

Fjárfest til framtíðar


Frá stofnun hefur stjórn og starfsfólk Íslandsbanka ásamt viðskiptavinum tekið virkan þátt í að móta stefnu Íslandsbanka á árlegum stefnufundum. Fyrsti stefnufundurinn var haldinn í janúar 2009 og hefur þema fundanna verið tengt áherslum bankans hverju sinni. Útkoman er skýr stefna Íslandsbanka sem byggir á stöðugu alhliða viðskiptamódeli og framtíðarsýn bankans um að vera #1 í þjónustu.

#1 í stafrænni þjónustu


„Framúrskarandi stafræn þjónusta byggir á því að skilja þarfir viðskiptavina út frá væntingum þeirra, hanna réttu lausnirnar í gegnum prófanir og byggja á traustum gögnum og grunnkerfum. Síðast en ekki síst, þá skiptir öllu máli að vera með frábært starfsfólk og samstarfsaðila sem hafa jákvætt viðhorf gagnvart breyttu viðskiptalíkani bankans og sem sjá tækifæri í stað ógnana. Við hjá Íslandsbanka teljum okkur svo sannarlega vera á réttri leið hvað þetta varðar enda náði bankinn stórum stafrænum áföngum á árinu 2018 og við horfum björtum augum fram á breyttan og tæknivæddan bankaheim.”

Sigríður Olgeirsdóttir Framkvæmdastjóri Reksturs og upplýsingatækni

Við erum þar sem þú ert

Skipulag bankans var endurskoðað í maí 2017 og samanstendur það nú af þremur viðskiptasviðum: einstaklingar, viðskiptabanki og fyrirtæki og fjárfestar. Öll sviðin áttu góðu gengi að fagna á árinu 2018.

Jákvætt hreyfiafl


Ein af stefnuáherslum Íslandsbanka er samfélagsábyrgð og hefur bankinn haft að leiðarljósi í öllum verkefnum að vera jákvætt hreyfiafl í samfélaginu. Samfélagsstefna bankans byggir á fimm meginstoðum: viðskiptum, fræðslu, umhverfi, vinnustað og samfélagi. Íslandsbanki hefur frá árinu 2009 fylgt meginreglum Sameinuðu þjóðanna UN Global Compact um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og skuldbindur bankinn sig til þess að vinna að tíu grundvallarviðmiðum er varða samfélagslega ábyrgð. Ennfremur styður bankinn við 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Fjármál og fjármögnun


Farsæl skuldabréfaútgáfa á árinu

“Það var afar ánægjulegt að sjá hversu vel fjármögnun bankans gekk á árinu þrátt fyrir fremur erfiða tíð á erlendum skuldabréfamörkuðum. Bankinn gaf út tvær velheppnaðar skuldabréfaútgáfur á fyrsta ársfjórðungi 2018, eina í evrum og aðra í sænskum krónum. Bankinn var auk þess virkur yfir sumarið í að gefa út skuldabréf í sænskum krónum þrátt fyrir að kjör færu heldur versnandi á erlendum mörkuðum. Útgáfu á árinu lauk með annarri víkjandi skuldabréfaútgáfu bankans í sænskum krónum og nam heildarútgáfa bankans um 4 milljörðum sænskra króna. Á innlendum markaði hélt bankinn áfram að vera leiðandi í útgáfu sértryggðra skuldabréfa og nam útgáfan 24 milljörðum íslenskra króna á árinu 2018. Íslandsbanki stefnir að því að viðhalda góðum tengslum við fjárfesta og vera virkur í útgáfu á innlendum og erlendum skuldabréfamörkuðum.”

Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri

Áhættustýring


Skynsamlegt mat á áhættu og hæfileg verðlagning hennar eru lykilþættir í starfsemi Íslandsbanka. Umgjörð áhættustýringar byggir á þremur varnarlínum til að tryggja skýra og skilvirka ákvarðanatöku, virkt eftirlit og sterka áhættumenningu.

Markmið áhættuskýrslu Íslandsbanka er að uppfylla lögbundnar kröfur um upplýsingagjöf og veita markaðsaðilum og öðrum áhugasömum upplýsingar sem ætlað er að auka skilning á áhættustýringu og eiginfjárstöðu bankans. Skýrslan er á ensku.

Skoða áhættuskýrslu (pdf)

Skoða fylgitöflur með áhættuskýrslu (excel)