Erlend viðskipti

Hægt er að framkvæma millifærslur í erlendri mynt hvar og hvenær sem er en hér finnur þú allar upplýsingar um erlend viðskipti.

Næstu skref

Þú getur millifært til útlanda og á milli gjaldeyrisreikninga í netbankanum.
Swift númer Íslandsbanka
GLITISREXXX
Hvenær er hægt að millifæra?
Allan sólarhringinn

Hvað eru erlend viðskipti?


Erlend viðskipti eru greiðslur í erlendri mynt á milli banka. Við veitum þjónustu í erlendum viðskiptum, hvort sem um er að ræða gjaldeyrisviðskipti, ábyrgðir, innheimtur eða greiðslur milli landa. Hægt er að framkvæma erlendar greiðslur allan sólarhringinn í netbanka og utan opnunartíma stofnast pöntun sem afgreiðist á nýjasta gjaldmiðlagengi næsta virka bankadags.

Gjald­eyrisvið­skipti

Við veitum þínu fyrirtæki faglega ráðgjöf á sviði gjaldeyrisviðskipta. Við erum í góðum samskiptum við leiðandi alþjóðlegar fjármálastofnanir

Nánar um miðlun Íslandsbanka

Netöryggi

Tilraunum til fjársvika hefur fjölgað talsvert að undanförnu og beinast þær bæði að einstaklingum og fyrirtækjum. Það er mikilvægt að huga vel að netöryggi.

Lesa nánar um netöryggi

Er­lend­ir við­skipta­bank­ar Íslandsbanka

Listi yfir erlenda viðskiptabanka Íslandsbanka

Nánar um erlenda viðskiptabanka

Seðlabanki Íslands

Við bendum á að að þrátt fyrir að gjaldeyrishöftum hafi nánast verið aflétt eru sumar greiðslur tilkynningaskyldar til Seðlabanka Íslands. Mikilvægt er að greiðslur séu rétt flokkaðar eftir tilgangi þeirra.

Lesa nánar inn á vef Seðlabanka

Spurt og svarað


Erlendar millifærslur