Gjaldeyrisreikningur

Gjaldeyrisreikningur hentar þeim sem vilja ávaxta fé sitt í erlendum gjaldmiðlum.

Tegund reiknings
Óverðtryggður
Útborgun vaxta
Árlega

Helstu eiginleikar

  • Hægt að stofna í öllum helstu gjaldmiðlum

  • Úttektir í íslenskum krónum eru án kostnaðar

  • Ef tekið er út í erlendum seðlum er greidd 1,5% seðlaþóknun (seðlaþóknun er vegna kostnaðar bankans við að geyma og meðhöndla erlenda seðla)

  • Þegar gengi úttektarfærslu er hærra en gengi innborgunarfærslu myndast gengishagnaður og af þeim hagnaði þarf að greiða fjármagnstekjuskatt við úttekt.

  • Gengismunurinn er reiknaður með því að taka mismun á gengi útborgunar og gengi elstu innborgunar fyrst, síðan næst elstu innborgunar og svo framvegis þar til upphæð útborgunarinnar er náð.

Hentar Gjaldeyrisreikningur fyrir þig?


Gjaldeyrisreikningur hentar þeim sem vilja ávaxta fé sitt í erlendum gjaldmiðlum.

Gjaldeyrisreikningar eru óverðtryggðir innlánsreikningar bókaðir í þeirri erlendu mynt sem óskað er eftir við stofnun þeirra. Reikningarnir hafa þannig gengisviðmið og fer ávöxtun þeirra eftir gengisþróun og vöxtum gjaldmiðilsins hverju sinni.