Bílalán

Við hjálpum þér að brúa bilið þegar kemur að bílakaupum. Með einföldum hætti getur þú sótt um bílalán eða gert bílasamning hjá Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka.

Hvernig virkar fjár­mögnun hjá Ergo?

  • Hámarksaldur bíls er 10 ár.

  • Lánstími er styttri eftir því sem bíllinn er eldri.

  • Miðað er við að lágmarksverðmæti bifreiðar sé 600.000 kr.

  • Þú þarft að vera að lágmarki 20 ára til að vera lánshæf(ur).

  • Hámarkslánstími er 7 ár (84 mánuðir).

  • *Greiðslumat er framkvæmt ef upphæð fjármögnunar fer yfir 2.600.000 kr. fyrir einstakling eða 5.200.000 kr. fyrir hjón eða sambúðarfólk.

  • Við bendum á að Ergo veitir ekki einungis lán vegna bílakaupa. Hjá Ergo getur þú fjármagnað flest á milli himins og jarðar.

  • Þú getur greitt inn á lánið í netbanka. Sjá leiðbeiningar

Græn fjármögnun

Við viljum vera hreyfiafl til góðra verka og höfum að leiðarljósi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum.

Við bjóðum Græna fjármögnun á vistvænum bifreiðum og stuðlum þannig að fjölgun umhverfisvænni farartækja. Kynntu þér málið hjá Ergo fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka.

Bílalán eða bíla­samningur?


Hver er munurinn?

Í báðum tilfellum velur þú bílinn. Munurinn felst í eignarhaldi á meðan á láns- eða samningstíma stendur.

Ef um bílalán að ræða ert þú skráður eigandi bílsins. Ergo með fyrsta veðrétt í bílnum á lánstímanum. Veðinu er svo aflétt við uppgreiðslu láns.

Ef um bílasamning er að ræða er Ergo skráður eigandi bílsins á samningstímanum. Þú ert umráðamaður og skattalegur eigandi. Við uppgreiðslu samnings eru svo gerð eigendaskipti.

Í báðum tilfellum berð þú ábyrgð á að vátryggja ökutækið, standa skil á sköttum og gjöldum og sjá um viðhald og annan rekstrarkostnað.