Bílalán

Við hjálpum þér að brúa bilið þegar kemur að bílakaupum. Með einföldum hætti getur þú sótt um bílalán eða gert bílasamning hjá Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka.

Næstu skref

Hafið samband við ráðgjafa Ergo eða sækið um greiðslumat ef við á.

Hvernig virkar fjár­mögnun hjá Ergo?

  • Hámarksaldur bíls er 10 ár.

  • Lánstími er styttri eftir því sem bíllinn er eldri.

  • Miðað er við að lágmarksverðmæti bifreiðar sé 600.000 kr.

  • Þú þarft að vera að lágmarki 20 ára til að vera lánshæf(ur).

  • Hámarkslánstími er 7 ár (84 mánuðir).

  • *Greiðslumat er framkvæmt ef upphæð fjármögnunar fer yfir 2.600.000 kr. fyrir einstakling eða 5.200.000 kr. fyrir hjón eða sambúðarfólk.

  • Við bendum á að Ergo veitir ekki einungis lán vegna bílakaupa. Hjá Ergo getur þú fjármagnað flest á milli himins og jarðar.

  • Þú getur greitt inn á lánið í netbanka. Sjá leiðbeiningar

Græn fjármögnun

Við viljum vera hreyfiafl til góðra verka og höfum að leiðarljósi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum.

Við bjóðum Græna fjármögnun á vistvænum bifreiðum og stuðlum þannig að fjölgun umhverfisvænni farartækja. Kynntu þér málið hjá Ergo fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka.

Bílalán eða bíla­samningur?


Hver er munurinn?

Í báðum tilfellum velur þú bílinn. Munurinn felst í eignarhaldi á meðan á láns- eða samningstíma stendur.

Ef um bílalán að ræða ert þú skráður eigandi bílsins. Ergo með fyrsta veðrétt í bílnum á lánstímanum. Veðinu er svo aflétt við uppgreiðslu láns.

Ef um bílasamning er að ræða er Ergo skráður eigandi bílsins á samningstímanum. Þú ert umráðamaður og skattalegur eigandi. Við uppgreiðslu samnings eru svo gerð eigendaskipti.

Í báðum tilfellum berð þú ábyrgð á að vátryggja ökutækið, standa skil á sköttum og gjöldum og sjá um viðhald og annan rekstrarkostnað.