Erlend viðskipti

Við veitum fyrirtækjum þjónustu í erlendum viðskiptum, hvort sem um er að ræða gjaldeyrisviðskipti, ábyrgðir, innheimtur eða greiðslur á milli landa.

Reynsla í alþjóðaviðskiptum


Þegar kemur að uppgjöri í viðskiptum á milli landa býðst þínu fyrirtæki öruggt uppgjör eftir mismunandi leiðum. Að auki getum við séð um innheimtu viðskiptakrafna.

Símgreiðslur

Erlendar millifærslur skila sér til viðtakanda á ca 2-3 virkum dögum. Sepa greiðslur (sem eru EUR greiðslur innan ESB auk Íslands, Noregs, Liechtenstein, Mónakó og Sviss) taka einn virkan dag að skila sér til viðtakanda.

Kostnaðarskipting skiptist á milli sendanda og viðtakanda – sendandi borgar þóknun Íslandsbanka og viðtakandi borgar þóknun síns viðskiptabanka.

Ávísanir

Fyrirtækið getur bæði selt Íslandsbanka ávísanir gefnar út af erlendum bönkum og fengið okkur til að sjá um innheimtu á ávísunum sem gefnar eru út af erlendum viðskiptamönnum fyrirtækisins.

Ábyrgðir vegna inn- og útflutnings

Í ábyrgðum felst fjármögnun sem og trygging fyrir kaupendur og seljendur í inn- og útflutningi. Kaupandi getur verið viss um að búið sé að senda honum vöruna áður en greiðsla er innt af hendi en jafnframt er ábyrgst að seljandi fái sína greiðslu.

Innheimta vegna inn- og útflutnings

Í innheimtuviðskiptum erum við í hlutverki umsjónaraðila. Við tökum við út- eða innflutningsskjölum og sjáum um að innheimta viðskiptaskuldbindingar samkvæmt þeim, ýmist beint hjá kaupanda vörunnar eða gegnum erlenda banka. Munurinn á ábyrgðum og innheimtu felst í því að ábyrgðir eru öruggari kostur en innheimta ódýrari.

Erlendir viðskiptabankar Íslandsbanka


Íslandsbanki hf - SWIFT: GLITISRE

Currency

Correspondent Bank

SWIFT

AUD

Commonwealth Bank of Australia

CTBAAU2S

CAD

Royal Bank of Canada, Toronto

ROYCCAT2

CHF

Credit Suisse, Zürich

CRESCHZZ80A

DKK

Danske Bank, Copenhagen

DABADKKK

EUR

Citibank, Dublin

CITIIE2X

GBP

JPMorgan Chase Bank, London

CHASGB2L

JPY

JP Morgan Chase Bank, Tokyo

CHASJPJT

NOK

DnB, Oslo

DNBANOKK

NZD

ASB Bank, Auckland

ASBBNZ2A

PLN

PKO Bank Polski, Warsaw

BPKOPLPW

SEK

SEK Svenska Handelsbanken, Stockholm

HANDSESS

USD

Bank of America Merrill Lynch, New York

BOFAUS3N

Please include final beneficiary and IBAN

Gjaldeyrisviðskipti


Við veitum þínu fyrirtæki faglega ráðgjöf á sviði gjaldeyrisviðskipta. Við erum í góðum samskiptum við leiðandi alþjóðlegar fjármálastofnanir sem tryggja öruggt upplýsingaflæði um stöðu og horfur á mörkuðum, sem síðan er miðlað áfram til viðskiptavina okkar.

Nánar um miðlun Íslandsbanka