Bankaábyrgðir

Bankaábyrgðir greiða fyrir viðskiptum milli tveggja eða fleiri aðila með fjármögnunar- eða tryggingarhlutverki.
Bankaábyrgðir eru greiðsluábyrgðir (Letter of guarantee) annarsvegar og skjalaábyrgðir (Letter of Credit) hins vegar.  

Hverjir eru kostir bankaábyrgðar?

  • Bankaábyrgðir eru óháðar undirliggjandi samningum.

  • Þær minnka áhættu sem fylgir hinum ýmsu viðskiptum.

  • Þær einfalda fjármögnun þar sem seljandi getur fengið vöruna greidda áður en hún er afhent.

  • Þær liðka fyrir viðskiptum og draga úr óvissu.

  • Þær tryggja greiðslu að uppfylltum skilmálum ábyrgðarinnar.

Greiðsluábyrgð


Greiðsluábyrgðir gegna tryggingarhlutverki þannig að ef vanefndir verða á á undirliggjandi samningi af hálfu ábyrgðarumsækjanda getur ábyrgðarhafi gert kröfu um greiðslu til bankans. 

Til að sækja um greiðsluábyrgð þarf að fylla út umsókn um bankaábyrgð: 

Bankaábyrgð fyrir einstaklinga

Bankaábyrgð fyrir lögaðila

Skjalaábyrgðir


Skjalaábyrgðir gegna fjármögnunarhlutverki þannig að banki greiðir fyrir vöru eða þjónustu fyrir hönd ábyrgðarumsækjanda til ábyrgðarhafa gegn framvísun skjala sem uppfylla skilmála ábyrgðarinnar. 

Til að sækja um skjalaábyrgð þarf að fylla út umsókn um bankaábyrgð.:

Umsókn um bankaábyrgð

Ábyrgðarumsækjandi: Er alltaf viðskiptavinur bankans. Það er kennitala þess fyrirtækis sem sækir um ábyrgðina.

Ábyrgðarhafi: Er sá aðili sem krefst þess að fá ábyrgðina. T.d. aðili sem er að leigja út íbúð og vill hafa bankaábyrgð til tryggingar á leigugreiðslunum, er sá aðili (hann sem á íbúðina) ábyrgðarhafinn.

Húsaleiguábyrgð


  • Algengasta form ábyrgðar
  • Til að sækja um húsaleiguábyrgð þarf að fylla út umsókn um bankaábyrgð
  • Húsaleiguábyrgð er útbúin út frá leigusamningi og því þarf undirritaður leigusamningur að fylgja útfylltri umsókn