Bankaábyrgðir

Bankaábyrgðir greiða fyrir viðskiptum milli tveggja eða fleiri aðila með fjármögnunar- eða tryggingarhlutverki.

Hverjir eru kostir bankaábyrgðar?

  • Tryggir leigusala fyrir leigugreiðslum, skaðabótum eða skemmdum á húsnæði

  • Einfaldar fjármögnun þar sem seljandi getur fengið vöruna greidda áður en hún er komin

  • Ef ákvæðum ábyrgðar er fullnægt þá er bankinn skuldbundinn til að greiða andvirði vörunnar

Húsaleiguábyrgð


  • Algengasta form ábyrgðar
  • Til að sækja um húsaleiguábyrgð þarf að fylla út umsókn um bankaábyrgð
  • Húsaleiguábyrgð er útbúin út frá leigusamningi og því þarf undirritaður leigusamningur að fylgja útfylltri umsókn