Leiðbeiningar: Stolið eða týnt kort


Þú byrjar á því að fara í Íslandsbanka app-ið og frysta öll kortin. Hefur svo samband við 440 4000 og við leiðbeinum þér með framhaldið.

Það sem þú getur gert þangað til að nýja kortaplastið berst þér er að nota snjallsíma eða snjallúr til þess að greiða snertilaust fyrir vöru og þjónustu. Þú skráir kortið þitt í Apple Pay, Google Wallet, Garmin Wallet eða FitBit og þá getur þú strax greitt snertilaust fyrir vöru og þjónustu.