Leiðbeiningar: Stofna debetkort fyrir börn

Hér finnur þú leiðbeiningar yfir þær leiðir sem hægt er að fara til þess að stofna debetkort fyrir börn. Einnig eru leiðbeiningar um hvernig virkja skal debetkort fyrir börn neðar á síðunni.


Fyrsta skref er að búa til debetsreikning fyrir barnið, ef það á ekki reikning nú þegar.

  • Ef barnið er með rafræn skilríki þá getur það sjálft stofnað debetsreikning rafrænt í gegnum vef bankans. Stofna bankareikning
  • Ef barnið er ekki með rafræn skilríki þá er hægt að stofna debetsreikning í gegnum netspjallið eða með því að hafa samband í gegnum vef bankans ef að forráðamaður er með rafræn skilríki. Einnig er alltaf hægt að mæta í útibú til að stofna debetreikning. Sjá útibú og afgreiðslutíma
  • Ef barnið er orðið 12 ára og á löggild skilríki getur það komið án forráðamanns í útibú til að stofna reikning.

Þegar debetreikningur er til staðar:

  • Þegar barnið er komið með debetreikning er hægt að fá nýtt kort með því að hafa samband gegnum netspjallið, hringja í síma 440-4000 eða koma í næsta útibú.
  • Hægt er að stofna debetkort fyrir 9-11 ára í útibúi og rafrænt ef forráðamaður er með rafræn skilríki. Einnig er hægt að gera þetta rafrænt með því að hafa samband í gegnum netspjall eða með því að hafa samband í gegnum vef bankans og þá sendir ráðgjafi í útibúi rafræna umsókn á forráðamann til undirritunar.
  • Börn sem eru 12 ára og eldri geta sjálf sótt um debetkort með rafrænum skilríkjum.

    Ath. aldurstakmörk eru fyrir því hvenær hægt er að tengja kort í wallet og borga með snjallsíma. Apple Pay leyfir 13 ára og eldri að bæta korti við í Apple Pay. Google Pay leyfir 13-17 ára sem eru með leyfi frá forráðamannareikningi að bæta korti við í Google Pay en 18 ára og eldri geta notað sinn eigin Google reikning.
    Skoða leiðbeiningar um hvernig sækja á um rafræn skilríki.

Hvernig á að virkja debetkort hjá börnum undir 18 ára


  • Í gegnum síma með því að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.
  • Í gegnum netspjall með því að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.
  • Með því að koma í útibú með löggild skilríki.
  • Annað hvort getur barn eða forráðamaður auðkennt sig með rafrænum skilríkjum í síma/netspjall eða komið í útibú með löggild skilríki.