Bílaleigutryggingar

Viðbótarábyrgðartrygging og kaskótrygging af bílaleigubíl erlendis.


Ákveðnum kortum Íslandsbanka fylgir trygging vegna leigu á bílum erlendis.

Tryggingin veitir korthöfum sérstaka viðbótarábyrgðartryggingu (Supplementary Liability Insurance) og kaskótryggingu (Loss/Collision Damage Waver) vegna leigu á bíl. Grunnábyrgðartrygging (Mandatory/Statutory Liability Insurance) er ekki innifalin í kortatryggingu og því þarf að kaupa hana beint af bílaleigu.

Nauðsynlegt er fyrir korthafa að kynna sér vel gildissvið tryggingarinnar, hvaða forsendur þurfa að vera til staðar svo trygging gildi og hvernig bregðast á við ef kemur til tjóns.
Sjá nánar um bílaleigutryggingu á vef VÍS.