Bíla­leigu­trygg­ingar

Viðbótarábyrgðartrygging og kaskótrygging af bílaleigubíl erlendis.


Ákveðnum kortum frá Íslandsbanka fylgir trygging vegna leigu á bílum í útlöndum.

Tryggingin veitir korthöfum sérstaka viðbótarábyrgðartryggingu (Supplementary Liability Insurance) og kaskótryggingu (Loss/Collision Damage Waver) vegna leigu á bíl. Grunnábyrgðartrygging (Mandatory/Statutory Liability Insurance) er ekki innifalin í kortatryggingu og því þarf að kaupa hana beint af bílaleigu.

Hjá VÍS er hægt að fá afhenta yfirlýsingu á ensku um tryggingavernd (Car Rental Insurance Information) þar sem fram koma upplýsingar um hvers konar tryggingu kreditkortið felur í sér, upplýsingar um fjárhæðir trygginga og vátryggjanda.
Gott er að hafa slíka yfirlýsingu við höndina þegar bíll er tekinn á leigu og/eða ef til tjóns kemur.

Korthafa ber að tilkynna tjón á bílaleigubíl skriflega til VÍS sem allra fyrst eftir heimkomu. Korthafa er velkomið að hringja í tjónaþjónustu VÍS í síma (+354) 560 5000 þurfi hann aðstoð við að tilkynna tjónið.

Íslandsbanki hf. ábyrgist ekki þau tilvik þegar bílaleigur hafna tryggingu kortsins. Korthöfum er bent á að kanna það fyrirfram áður en gengið er frá leigu og greiðslu hjá bílaleigu hvort trygging kortsins nægi.
Sjá nánar um bílaleigutryggingu á vef VÍS.