Atvinnugreinaviðmið
Atvinnugreinaviðmið (e. sector guidelines) eru verkfæri til að veita fyrirtækjum betri yfirsýn yfir áhættu og tækifæri tengd sjálfbærni innan mismunandi atvinnugreina. Tilgangur þeirra er að hjálpa fyrirtækjum að öðlast betri skilning á sjálfbærniáhættu, auka sjálfbærnivitund og benda á verkfæri til að stýra sjálfbærniáhættu með samansafni af viðmiðum og ráðleggingum sem bankinn leggur til að viðskiptavinir vinni að.