Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Vegna Log4j veikleika í tölvukerfum

Umræddur veikleiki hefur engin áhrif haft á kerfi bankans en áfram verður unnið að því að efla varnir sem honum tengjast.


Eins og fram hefur komið hefur óvissustigi Almannavarna vegna Log4j veikleika í tölvukerfum verið lýst yfir.  

Á vef Almannavarna kemur fram:

„Alvarleiki veikleikans felst fyrst og fremst í því hvað Log4j kóðasafnið er útbreitt og hversu djúpan og ríkan aðgang það getur veitt að innri kerfum.

Það er mikilvægt að taka fram að þessi veikleiki er ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur vandamál um allan heim og einnig að hann beinist fyrst og fremst að rekstri net- og tölvukerfa. Þannig þarf almenningur ekki að óttast hann sérstaklega þegar kemur að heimilistölvunni eða farsímum.“

Hjá Íslandsbanka var brugðist við veikleikanum um leið og fréttir af honum bárust, í samstarfi við CERT-IS og aðra rekstraraðila annarra mikilvægra innviða. Meðal annars voru gerðar breytingar á lausnum sem viðskiptavinir nota en höfðu þær ekki áhrif á viðskiptavini. Ítarlega hefur verið farið yfir kerfi bankans og eftirlit aukið svo koma megi auga á og bregðast fljótt og örugglega við mögulegum tilraunum til að nýta veikleikann.

Umræddur veikleiki hafði engin áhrif á kerfi bankans en áfram verður unnið að því að efla varnir sem honum tengjast.

Viðskiptavinir eru hvattir til að huga vel að öryggismálum, ekki síst í tölvukerfum fyrirtækja og ganga úr skugga um að umræddur veikleiki sé ekki til staðar.