Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Varað við svikapóstum

Íslandsbanki varar við svikapóstum með því sem virðist vera greiðslukvittun frá bankanum.


Nokkuð hefur borið á tölvupóstum sem látið er líta út fyrir að sendir séu af Íslandsbanka. Með svikapóstunum fylgir viðhengi sem mikilvægt er að ekki sé opnað.

Sem fyrr er mikilvægt að vera á varðbergi því algengt er að svikapóstar séu sendir með það að markmiði að veiða kortaupplýsingar eða freista með öðrum hætti að svíkja fé frá grandlausum viðtakendum. Farðu varlega þegar þú smellir á hlekki eða opnar viðhengi sem þú færð send í tölvupósti.

Hafðu í huga að ólíklegt er að fyrirtæki óski eftir greiðsluupplýsingum með tölvupósti og hafðu ætíð varann á, meðal annars með því að kanna gaumgæfilega tölvupóstfang sendanda.

Fáir þú óvænt tilkynningu um tilraun til að skrá kortið þitt án þinnar vitundar eða hafir þú grun um önnur svik skaltu þegar í stað hafa samband við viðskiptabankann þinn.

  • Íslandsbanki í síma 440-4000 eða í netspjalli
  • Landsbankinn í síma 410-4000 eða í netspjalli á vef bankans
  • Arion banki í síma 444-7000 eða í netspjalli á vef bankans

Sé um að ræða tilkynningu eftir lokunartíma bankanna má hringja í neyðarnúmer greiðslumiðlunarfyrirtækja:

  • Valitor – s. 525-2200
  • Borgun – s. 533-1400

Jafnframt er bent á að tilkynna slík svik til lögreglunnar á netfangið cybercrime@lrh.is.

Nánari upplýsingar um vefveiðar og netöryggi má finna á upplýsingasíðu okkar.