Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Varað við netsvindli

Nokkuð hefur borið á fölskum skilaboðum á vefsíðum, samfélagsmiðlum og í síma að undanförnu


Varað er við tilraunum til vefveiða. Sem fyrr er mikilvægt að vera á varðbergi þegar óskað er eftir kortaupplýsingum á vefnum. Farðu varlega þegar þú smellir á hlekki sem þú færð senda og kannaðu hvert þeir vísa.

Að undanförnu hefur talsvert borið á fölsuðum leikjum á samfélagsmiðlum sem tengdir eru við íslensk fjármálafyrirtæki. Eins hafa smáskilaboð verið send í nafni Póstsins, DHL og banka þar sem viðtakandi er beðinn um að smella á hlekk sem vísar á falska vefsíðu. Hafðu í huga að ólíklegt er að fyrirtæki óski eftir greiðsluupplýsingum með slíkum hætti og hafðu ætíð varann á.

Fáir þú óvænt tilkynningu um tilraun til að skrá kortið þitt án þinnar vitundar, skaltu þegar í stað hafa samband við viðskiptabankann þinn.

  • Íslandsbanki í síma 440-4000 eða í netspjalli
  • Landsbankinn í síma 410-4000 eða í netspjalli á vef bankans
  • Arion banki í síma 444-7000 eða í netspjalli á vef bankans

Sé um að ræða tilkynningu eftir lokunartíma bankanna skal hringja í neyðarnúmer greiðslumiðlunarfyrirtækja:

  • Valitor – s. 525-2200
  • Borgun – s. 533-1400

Jafnframt er bent á að tilkynna slík svik til lögreglunnar á netfangið cybercrime@lrh.is.

Nánari upplýsingar um vefveiðar og netöryggi má finna á upplýsingasíðu okkar.