Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Útibúum bankans hefur verið lokað en við afgreiðum þig símleiðis

Í ljósi aðstæðna hefur dyrum á útibúum bankans verið lokað en viðskiptavinir, einstaklingar og fyrirtæki, eru beðnir um að bóka sér ráðgjöf í síma á vef bankans. Einnig bendum við á eftirfylgjandi þjónustu. 


  • Netspjallið er opið alla virka daga milli kl. 9 og 18
  • Ráðgjafaver, í síma 440-4000, er opið alla virka daga milli kl. 9 og 16
  • Eldri borgarar sem ekki geta nýtt sér stafrænar lausnir geta hringt í síma 440-3737 
  • Upplýsingar fyrir fyrirtæki má nálgast hér
  • Upplýsingar á pólsku má nálgast hér

Við vonumst til að geta opnað útibúin aftur eins fljótt og hægt er en viljum með þessu vernda bæði starfsfólk og viðskiptavini í þessu sameiginlega verkefni okkar allra.

Í íslandsbankaappinu er meðal annars hægt að:

  • Millifæra og greiða reikninga
  • Dreifa kortafærslum og – reikningum 
  • Sækja um og breyta heimildum 
  • Sækja um lán 
  • Stofna sparnaðar- og debetreikninga
  • Skoða rafræn skjöl 
  • Sækja um kreditkort 
  • Skoða tilboð í Fríðu, fríðindakerfi Íslandsbanka 
  • Skoða myntbreytu og gengi gjaldmiðla

Fyrirtæki og einstaklingar geta stofnað til viðskipta hér á vefnum.