Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Unnið með viðskiptavinum að lausnum

Vegna yfirstandandi COVID-19 faraldurs hefur Íslandsbanki gripið til margvíslegra ráðstafana til að tryggja órofna þjónustu við viðskiptavini ásamt því að draga úr líkindum á smiti í hópi starfsmanna og viðskiptavina sem sækja þjónustu til bankans.


Bankinn er vel í stakk búinn til að takast á við aðstæður sem þessar og eru eigin- og lausafjárhlutföll bankans sterk. Starfsfólk bankans mun halda áfram að eiga í góðum samskiptum við viðskiptavini og leita lausna á meðan þessu tímabili stendur. Bankinn mun koma til móts við þarfir viðskiptavina, svo sem með því að bjóða frystingu afborgana útlána tímabundið hjá þeim viðskiptavinum, einstaklingum og fyrirtækjum, sem mest verða fyrir áhrifum af þessum fordæmalausu aðstæðum.

Þeim vinsamlegu tilmælum hefur verið beint til viðskiptavina að nýta sér stafrænar þjónustur bankans í stað þess að koma í útibú bankans en hægt er að framkvæma allar helstu aðgerðir í appi og netbanka bankans auk þess sem viðskiptavinum er bent á netspjall sem opið er á milli klukkan 9-18 eða hafa samband í síma 440-4000. Við munum áfram leggja áherslu á að veita góða þjónustu en við biðjum viðskiptavini að sýna þolinmæði í ljósi aukins álags.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Þetta eru fordæmalausir tímar en við munum gera allt okkar til að sýna samfélagslega ábyrgð. Við fögnum aðgerðum stjórnvalda til að koma til móts við fyrirtæki og munum við einnig leggja áherslu á að leita farsælla lausna með einstaklingum og fyrirtækjum í gegnum þetta tímabundna ástand.“

Hægt er að hafa samband hér fyrir nánari upplýsingar.