Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Snertilausar greiðslur með kortum hækka

Hámarksfjárhæð í snertilausum viðskiptum greiðslukorta mun hækka úr 5.000 krónum í 7.500 kónur.


Hugbúnaðaruppfærsla á posum verður gerð á næstu 2-3 vikum en vonir standa til að uppfærslur hjá matvöruverslunum og apótekum verði lokið fyrir páska. Í kjölfarið á þessum breytingum mun hámark uppsafnaðrar fjárhæðar hækka úr 10.000 krónum í 15.000 krónur.

Íslandsbanki vill svo árétta að engar fjárhæðartakmarkanir eru á símalausnum og ef þú greiðir með snjallúrum. Hægt er finna nánari upplýsingar um lausnirnar á vef bankans.