Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Priority Pass™ orðið stafrænt

Framleiðslu Priority Pass™ korta hætt og app tekur við.


Nýverið var framleiðslu Priority Pass™ korta hætt og eru þau nú orðin stafræn í appi. Frá og með 1.maí 2022 mun kortaplast hætta að virka og stafræn kort í gegnum Priority Pass appið tekur við. Með appinu verður þjónustan einfaldari og aðgengilegri enda ekki lengur þörf á að hafa kortið meðferðis á ferðalögum. Við inngöngu í betri stofur erlendis dugar því nú að sýna virkan aðgang í Priority Pass appinu.

Þú sækir um stafræna aðganginn á einfaldan hátt, fyllir út formið á vefsíðu Priority Pass og sækir Priority Pass appið. Við skráninguna verður núverandi kort og kortanúmer ógilt og nýja stafræna kortið virkjast strax.

Ef þú vilt sækja um aðgang eða endurnýjun á núverandi Priority Pass aðgangi síðar getur þú hvenær sem er gert það á vefsíðu kortanna.

Umsóknarferlið er á ensku enda í samstarfi við alþjóðlega fyrirtækið Priority Pass og fer í gegnum þeirra erlendu vefslóð. Að loknu umsóknarferli sækir þú appið í Play Store eða App Store og skráir þig inn.

Nánar um Priority Pass™