Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Niðurstöður hluthafafundar Íslandsbanka 26. maí 2021

Hluthafafundur Íslandsbanka var haldinn í dag, miðvikudaginn 26. maí kl. 15.00, í höfuðstöðvum bankans að Hagasmára 3, 201 Kópavogi. Hallgrímur Snorrason, formaður stjórnar Íslandsbanka, setti fundinn og bauð fundargesti velkomna.


Dagskrá fundarins var eftirfarandi: 

  1. Setning fundar 
  2. Tillaga um ráðstöfun á hluta af listaverkasafni bankans til listasafna 
  3. Tillaga um breytingar samþykktum bankans 
  4. Tillaga um starfsreglur tilnefningarnefndar 
  5. Önnur mál 

 

Niðurstöður hluthafafundar 

Tillögur og gögn sem lágu fyrir fundinum má finna á vefsíðu bankans

  1. Tillaga um ráðstöfun á hluta af listaverkasafni bankans til listasafna 
    Hluthafafundur samþykkti að bankinn gæfi 203 listaverk í eigu bankans til Listasafns Íslands eða viðurkenndra safna, skv. 10. gr. safnalaga 141/2011, í samráði við Listasafn Íslands. Verkin verði gefin með þeim skilmálum að bankinn hafi áfram í sínum vörslum þau 51 verk sem bankinn nýtir í starfsemi sinni. Um það verði gerður vörslusamningur milli bankans og Listasafns Íslands til fyrirfram skilgreinds tíma. Önnur verk, 152 talsins, verði gefin og afhent Listasafni Íslands eða öðrum viðurkenndum listasöfnum. 
  2. Tillaga um breytingar á samþykktum bankans 
    Hluthafafundur samþykkti nýjar samþykktir fyrir bankann í samræmi við framlagða tillögu. Um heildarendurskoðun samþykkta bankans er að ræða.  
  3. Tillaga um starfsreglur tilnefningarnefndar 
    Hluthafafundur samþykkti starfsreglur tilnefningarnefndar í samræmi við framlagða tillögu. 
  4. Önnur mál 
    Engin önnur mál voru löglega borin upp á fundinum. 

Viðhengi

Dagskrá

Tillögur til hluthafafundar

Samþykktir Íslandsbanka hf.

Starfsreglur tilnefningarnefndar

Fundargerð

Nánari upplýsingar:


Fjárfestatengsl


Fjárfestatengsl