Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- Setning fundar
- Tillaga um ráðstöfun á hluta af listaverkasafni bankans til listasafna
- Tillaga um breytingar samþykktum bankans
- Tillaga um starfsreglur tilnefningarnefndar
- Önnur mál
Niðurstöður hluthafafundar
Tillögur og gögn sem lágu fyrir fundinum má finna á vefsíðu bankans
- Tillaga um ráðstöfun á hluta af listaverkasafni bankans til listasafna
Hluthafafundur samþykkti að bankinn gæfi 203 listaverk í eigu bankans til Listasafns Íslands eða viðurkenndra safna, skv. 10. gr. safnalaga 141/2011, í samráði við Listasafn Íslands. Verkin verði gefin með þeim skilmálum að bankinn hafi áfram í sínum vörslum þau 51 verk sem bankinn nýtir í starfsemi sinni. Um það verði gerður vörslusamningur milli bankans og Listasafns Íslands til fyrirfram skilgreinds tíma. Önnur verk, 152 talsins, verði gefin og afhent Listasafni Íslands eða öðrum viðurkenndum listasöfnum. - Tillaga um breytingar á samþykktum bankans
Hluthafafundur samþykkti nýjar samþykktir fyrir bankann í samræmi við framlagða tillögu. Um heildarendurskoðun samþykkta bankans er að ræða. - Tillaga um starfsreglur tilnefningarnefndar
Hluthafafundur samþykkti starfsreglur tilnefningarnefndar í samræmi við framlagða tillögu. - Önnur mál
Engin önnur mál voru löglega borin upp á fundinum.
Viðhengi