Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Varist svik

Að undanförnu hefur talsvert borið á netsvikum.


Að undanförnu hefur talsvert borið á netsvikum þar sem netþrjótar komast með ýmsum hætti yfir viðkvæmar upplýsingar viðskiptavina. Viðskiptavinir eru þá blekktir með ýmsum leiðum til þess að gefa upplýsingar, meðal annars í gegnum Facebook eða síma. Svikin hafa í nokkrum tilfellum náð svo langt að viðskiptavinir hafa gefið aðgengi að netbanka sínum með rafrænum skilríkjum.

Síðan er önnur tegund svika þegar upp koma óþekktar færslur hjá viðskiptavinum en þá eru netþrjótar að gera tilraunir til að komast yfir fjármuni viðskiptavina. Svikavakt bankans fylgist vel með þessum málum. Allar færslur sem viðskiptavinir kannast ekki við né hafa gefið heimild fyrir er bætt fyrir í gegnum endurkröfuferli.  Við hvetjum viðskiptavini til að hafa samband ef þeir verða varir við slíkt og ítrekum einnig að viðskiptavinir vari sig á því að veita óprúttnum aðilum upplýsingar um kortanúmer.  

Bankinn hefur þegar gripið til margvíslegra aðgerða til að auka öryggi viðskiptavina sinna. Nánar um aðgerðir við netsvikum.

Hér má sjá raunveruleg samskipti á milli þolanda og svikara en í þessu tilfelli nýtti svikarinn sér Facebook Messenger til fjársvika. Sjá samskipti

  • Fáir þú óvænt tilkynningu um tilraun til að skrá kortið þitt án þinnar vitundar eða þú tekur eftir óeðlilegum færslum, skaltu þegar í stað hafa samband við viðskiptabankann þinn.
  • Sé um að ræða tilkynningu eftir lokunartíma bankanna skal hringja í neyðarnúmer Íslandsbanka 440 4000.
  • Jafnframt er bent á að tilkynna svik til lögreglunnar á netfangið cybercrime@lrh.is.
  • Nánari upplýsingar um vefveiðar og netöryggi má finna á upplýsingasíðu um netöryggi.