Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Moody‘s veitir Íslandsbanka lánshæfismatseinkunnina A3 með stöðugum horfum

Hæsta einkunn íslenskra banka.


Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody's Investor Services („Moody's“) hefur veitt Íslandsbanka lánshæfismatseinkunnina A3, með stöðugum horfum. Einkunnin er sú hæsta af íslensku bönkunum og sýnir sterka eiginfjárstöðu Íslandsbanka og góða og stöðuga arðsemi. Jafnframt veitti Moody's bankanum A2 langtíma- og P-1 skammtímaeinkunnir fyrir innlán í erlendri og innlendri mynt.

Moody's nefndi í rökstuðningi sínum lágt og lækkandi hlutfall vanskilalána sem endurspeglar hagfellt efnahagsumhverfi á Íslandi og fullnægjandi lausafjárstöðu. Moody's benti ennfremur á að takmarkað umfang fjárfestingarbankastarfsemi hjá Íslandsbanka skili sér í meiri stöðugleika í afkomu bankans en hjá samanburðarbönkum.

Frekar upplýsingar um lánshæfi Íslandsbanka má finna hér: Lánshæfismat bankans

Íslandsbanki er stoltur af því trausti sem Moody's hefur á bankanum, stefnu hans og sterkum efnahagsreikningi. Við erum ánægð með útkomuna, sérstaklega þar sem hún er aðeins einu þrepi (e. notch) frá lánshæfi íslenska ríkisins. Þetta er skýr viðurkenning á þrotlausri vinnu og staðfestu starfsfólks bankans.

Jón Guðni Ómarsson
Bankastjóri Íslandsbanka