Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki gefur út fyrstu grænu skuldabréfaútgáfu íslensks banka

Íslandsbanki hefur í dag gefið út fyrsta græna skuldabréf bankans að fjárhæð 2,7 milljarðar króna til 5 ára. Um er að ræða almennt skuldabréf sem ber 3,5 % fasta vexti. Viðtökurnar voru mjög góðar og voru bréfin seld í lokuðu útboði til breiðs hóps innlendra fjárfesta.


Íslandsbanki hefur í dag gefið út fyrsta græna skuldabréf bankans að fjárhæð 2,7 milljarðar króna til 5 ára.  Um er að ræða almennt skuldabréf sem ber 3,5 % fasta vexti. Viðtökurnar voru mjög góðar og voru bréfin seld í lokuðu útboði til breiðs hóps innlendra fjárfesta. 

Útgáfan er jafnframt fyrsta græna skuldabréfaútgáfa íslensks banka og er því jákvætt skref í þróun og uppbyggingu íslensks fjármálamarkaðar.    Með grænni skuldabréfaútgáfu skuldbindur Íslandsbanki sig til að lána út andvirði útgáfunnar í umhverfisvæn (græn) verkefni er falla undir sjálfbæra fjármálaramma bankans er kynntur var fyrir skömmu.

Stefnt er að töku skuldabréfaanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 26. nóvember 2020.    Skuldabréfin verða gefin út undir skuldabréfaramma Íslandsbanka í íslenskum krónum.

Frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu bankans: https://www.islandsbanki.is/is/vara/bankinn/fjarmognun-bankans

Umsjónaraðili útboðsins var verðbréfamiðlun Íslandsbanka.

Nánari upplýsingar veita:


Profile card

Fjárfestatengsl


Senda póst