Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Ársskýrsla og áhættuskýrsla komin út

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018.


Ársskýrsla

Í skýrslunni má finna áhugaverðar upplýsingar um starfsemi bankans á liðnu ári m.t.t. viðskiptasviða og Íslandssjóða, fjármála og stafrænnar þróunar þar sem bankinn hefur stigið stór skref að undanförnu. Þá er einnig yfirgripsmikil samantekt um samfélagslega ábyrgð Íslandsbanka og stuðning bankans við heimsmarkmið SÞ.

Skýrslan kemur út á íslensku og ensku og er henni einnig gerð góð skil á ársskýrsluvef bankans.

Áhættuskýrsla

Markmið áhættuskýrslu Íslandsbanka er að uppfylla lögbundnar kröfur um upplýsingagjöf og veita markaðsaðilum og öðrum áhugasömum upplýsingar sem ætlað er að auka skilning á áhættustýringu og eiginfjárstöðu bankans. Skýrslan er á ensku.

 Hægt er að nálgast ofangreindar skýrslur, ásamt fjárhagsupplýsingum, á ársskýrsluvef bankans.

Nánari upplýsingar veita


Gunnar Magnússon

Fjárfestatengsl


Senda póst
440 4665

Edda Hermannsdóttir

Samskiptastjóri


Senda póst
440 4005