Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Íslandsbanki býður lægstu föstu vexti húsnæðislána

Mikil ásókn hefur verið í fasteignalán á undanförnum mánuðum


Þrátt fyrir hækkun fastra vaxta á húsnæðislánum í gær býður Íslandsbanki enn upp á lægstu föstu vexti á íslenskum húsnæðislánamarkaði.

Á verðtryggðum lánum býður Íslandsbanki viðskiptavinum upp á 2,05% fasta vexti til fimm ára á grunnlánum og 3,15% á viðbótarlánum. Á óverðtryggðum lánum býður bankinn upp á 4,1% fasta vexti til þriggja ára á grunnlánum.

Þá býður Íslandsbanki einnig lægstu breytilegu vexti á óverðtryggðum lánum, 3,5%.

Töluverð ásókn hefur verið í fasteignalán á liðnum mánuðum, bæði vegna kaupa á fyrstu eign og vegna endurfjármögnunar eldri lána.

Nánari upplýsingar um íbúðalán