Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Í vinning er ferð fyrir tvo á Opna breska

Íslandsbanki og Mastercard hafa blásið til leiks þar sem í aðalvinning er ferð á hið sögufræga The Open, Opna breska golfmótið, í Liverpool í Englandi dagana 21. til 23. júlí næstkomandi. Þá fá tveir aðrir heppnir vinningshafar hvor um sig 75 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair.


Innifalið í aðalvinningi er flug fram og til baka fyrir tvo, akstur milli staða, gisting og uppihald í eina nótt á Hope Street Liverpool Hotel, laugardagspassi á The Open, VIP aðgangur í boði Mastercard og gisting á hóteli nóttina fyrir brottför. Um einstakan vinning er að ræða því VIP aðgangurinn er hluti af Priceless herferð Mastercard og ekki til sölu neins staðar.

Allir sem nota Mastercard kort hjá Íslandsbanka og virkja að minnsta kosti eitt tilboð í Fríðu, fríðindakerfi Íslandsbanka, fyrir 13. júní geta tekið þátt í leiknum. Það eina sem þarf að gera eftir skráningu til leiks er að virkja tilboð Fríðu í Íslandsbankaappinu og greiða svo fyrir með Íslandsbankakortinu. Þar með er viðkomandi kominn í pottinn.

Opna breska er elsta golfmót heims og fer í sumar fram í hundrað fimmtugasta og fyrsta sinn, en þetta er í þrettánda sinn sem mótið fer fram í Liverpool. Um er að ræða mikinn viðburð, en í fyrra þegar mótið fór fram á St. Andrews golfvellinum í Skotlandi, sóttu 290 þúsund áhorfendur mótið.

Skráðu þig til leiks hér