Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka hefur frá árinu 2019 gegnt mikilvægu hlutverki í því að efla nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Frá upphafi hefur sjóðurinn tekið á móti yfir 700 umsóknum og úthlutað 215 milljónum króna til 80 verkefna. Frumkvöðlastarf á Íslandi er bæði kraftmikið og fjölbreytt, hvort sem horft er til höfuðborgarsvæðisins eða landsbyggðarinnar.
Hver er þín hugmynd?
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í næstu úthlutun Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka
Það er ljóst að tækifærin eru mörg og framtíðin björt fyrir íslenska frumkvöðla. Með áframhaldandi stuðningi og samstarfi er hægt að ná enn meiri árangri og skapa ný tækifæri fyrir framtíðina. Frumkvöðlar eru drifkraftur framfara – og við hjá Íslandsbanka erum stolt af því að vera hluti af þeirri vegferð.
Una Steinsdóttir
Framkvæmdarstjóri viðskiptabankasviðs
Styrkir úr sjóðnum eru á bilinu ein til fimm milljónir króna og hafa skipt sköpum fyrir fjölmörg fyrirtæki og hugmyndir í mótun. Sum verkefni hafa jafnvel vaxið úr litlum hugmyndum yfir í að verða stórar tæknilausnir sem stuðla að verðmætasköpun og hagvexti.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í næstu úthlutun Frumkvöðlasjóðs, og hægt er að sækja um hér. Umsóknarfrestur er til og með 27. október 2024.