Athugið

Þessi grein er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Hvaða áhrif hefur dómur um uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs?

Uppgreiðslugjald ákveðinna lána Íbúðalánasjóðs var á dögunum dæmt ólöglegt


Það vakti athygli þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á dögunum uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs ólöglegt á lánum sem höfðu verið veitt  á árunum 2005-2013.

Við höfum talsvert verið spurð út í áhrif þessa dóms, enda miklir hagsmunir í húfi hjá þeim sem greitt hafa upp lánin sín og nær það til 8.500 heimila í landinu. Þar að auki eiga um 3.300 lántakar útistandandi lán hjá sjóðnum sem hafa margir hverjir setið fastir inni með lánin sín vegna uppgreiðsluþóknunar, en slík lán bera allt að 4,2% verðtryggða vexti.

Hverju munar?

Vextir hjá Íbúðalánasjóði geta verið um tvöfalt hærri og ríflega það en þau vaxtakjör sem eru í boði á markaði í dag, sbr. lífeyrissjóðslán eða húsnæðislán hjá banka. Það eitt og sér hefur heilmikli áhrif á það hvað við borgum í vexti og verðbætur yfir líftíma lánsins þegar upp er staðið. Lítum á dæmi:

Hvernig hefur markaðurinn breyst?

Landslagið á íslenskum íbúðalánamarkaði hefur tekið töluverðum breytingum á síðustu árum  og ef það er langt síðan þú tókst lán gæti ýmislegt komið þér á óvart við umhverfið í dag, s.s. vegna lagabreytinga, lægri vaxta, tækniframfara og meiri hreyfanleika lántaka á markaði.

Lagasetningar hafa dregið verulega úr lántökukostnaði hjá einstaklingum og er sá kostnaður mun lægri í dag en áður fyrr. Lausnir eins og Aurbjörg.is gera okkur síðan kleift að gera samanburð á vöxtum og kjörum eftir lánveitendum, öllum til mikillar einföldunar. Þá hafa sjaldan jafn margir endurfjármagnað lánin sín og á liðnu ári, enda er það næstum því jafn auðvelt og að stofna nýjan bankareikning. Svo má ekki gleyma kjörunum en vextir á nýjum íbúðalánum hafa aldrei verið lægri.

Enn nokkur bið í endanlega niðurstöðu

Varðandi umrædd lán Íbúðalánasjóðs er fátt annað í boði en að bíða og vænta niðurstöðu Landsréttar í þessu máli en ljóst má vera að dómurinn snertir mörg þúsund heimili í landinu. Viðskiptavinir  sjóðsins ættu því að fylgjast grannt með framvindu málsins á næstu vikum. Eftir sem áður gæti verið tilefni til að greiða upp gamla lánið með nýju láni sama hvernig fer, þar sem hægt er að ná kostnaðinum til baka í formi lægri vaxta.

Nánari upplýsingar um húsnæðislán


Húsnæðislán Íslandsbanka

Hér getur þú litið á þau lán sem í boði eru og reiknað út hvað hentar þér

    Húsnæðislán

    Fræðsluvefur Íslandsbanka

    Fjölda áhugaverðra greina, námskeiða og myndbanda um íbúðakaup og lántöku má finna á fræðsluvef Íslandsbanka

      Fræðsla

      Höfundur


      Páll Frímann Árnason

      Vörustjóri útlána hjá Íslandsbanka


      Hafa samband