Það vakti athygli þegar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á dögunum uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs ólöglegt á lánum sem höfðu verið veitt á árunum 2005-2013.
Við höfum talsvert verið spurð út í áhrif þessa dóms, enda miklir hagsmunir í húfi hjá þeim sem greitt hafa upp lánin sín og nær það til 8.500 heimila í landinu. Þar að auki eiga um 3.300 lántakar útistandandi lán hjá sjóðnum sem hafa margir hverjir setið fastir inni með lánin sín vegna uppgreiðsluþóknunar, en slík lán bera allt að 4,2% verðtryggða vexti.
Hverju munar?
Vextir hjá Íbúðalánasjóði geta verið um tvöfalt hærri og ríflega það en þau vaxtakjör sem eru í boði á markaði í dag, sbr. lífeyrissjóðslán eða húsnæðislán hjá banka. Það eitt og sér hefur heilmikli áhrif á það hvað við borgum í vexti og verðbætur yfir líftíma lánsins þegar upp er staðið. Lítum á dæmi: