Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Hugum vel að netöryggi við millifærslur

Nú er því miður tilefni til að vera sérstaklega á varðbergi í tengslum við millifærslur til útlanda


Reglulega berast fréttir af tilraunum óprúttinna aðila við að komast yfir kortanúmer eða fá millifærða fjármuni með því að villa á sér heimildir. Nánar má lesa um almennar varnir gegn slíku hér.

Nú er þó því miður tilefni til að vera sérstaklega á varðbergi í tengslum við millifærslur til útlanda. Vegna brýnnar þarfar á mannúðaraðstoð í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu hefur fjöldi hjálparsamtaka óskað eftir fjárframlögum. Mikilvægt er að kanna hlekki sem auglýstir eru og vísa eiga á slíkar millifærslusíður. Nokkuð hefur því miður borið á að svikasíður séu settar upp sem við fyrstu sýn bjóða upp á styrkveitingar til mannúðarstarfs en eru falsaðar. Slíkar síður og hlekkir á þær geta verið varasamar og borið með sér óværu.

Mikilvægt er að lífsnauðsynleg mannúðaraðstoð skili sér til réttra aðila og til að tryggja það skulum við öll huga einkar vel að ofangreindum málum.