Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka veitir 60 milljónir til 16 verkefna
Úthlutun úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka náði nýjum hæðum í ár, en samtals hljóta sextán verkefni styrk og úthlutunarfjárhæðin nemur 60 milljónum.
Alls hefur verið úthlutað um 325 milljónum króna frá stofnun sjóðsins. Frumkvöðlasjóðnum bárust samtals um 150 umsóknir í ár og er það jafnframt met fjöldi umsókna sem borist hafa sjóðnum.
Markmið Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja við bakið á frumkvöðlaverkefnum sem stuðla að þeim fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur valið að leggja sérstaka áherslu á. Umsækjendur í ár voru jafn fjölbreyttir og umsóknirnar voru margar en að þessu sinni skiptust umsækjendur þannig að 78% umsókna komu frá frumkvöðlum á höfuðborgarsvæðinu og 22% af landsbyggðinni. Kvennateymi umsækjanda voru um 22%, karlateymin 23% og blönduðu teymi 55%.
Stjórn Frumkvöðlasjóðs Íslandsbanka skipa Ari Kristinn Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Videntifier Technology og fyrrum rektor Háskóla Reykjavíkur, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stofnandi englafjárfestingafélagsins Nordic Ignite og ráðgjafi hjá Möggum og Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.
Nýsköpunar- og frumkvöðlavirkni er kröftug á Íslandi. Það líður varla sú vika að við heyrum ekki af frumkvöðlafyrirtækjum sem eru að skara fram úr og vekja athygli. Í störfum okkar hér í Íslandsbanka finnum við fyrir þessari grósku og krafti og höfum tekið þátt í því að vera hreyfiafl í mörgum verkefna út um allt land. Það er auðvitað frábært að fjöldi umsókna fari vaxandi á hverju ári og ánægjulegt að fylgjast með mörgum þessara verkefna vaxa og dafna með árunum og finna að hver milljón getur gert kraftaverk.
Una Steinsdóttir
Framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka
Verkefnin sem hlutu styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka 2025 eru
Frekari upplýsingar um Frumkvöðlasjóðinn má finna hér: https://www.islandsbanki.is/is/vara/bankinn/frumkvodlasjodur

