Athugið

Þessi grein er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Fjárhagsáhyggjur og COVID-19

Umboðsmaður skuldara hefur tekið saman gagnlegar ábendingar til þeirra sem sjá fram á tekjumissi vegna COVID-19.


Á tímum sem þessum er eðlilegt að áhyggjur vakni hvað tekjur okkar varðar. Fjöldi fólks hefur misst vinnuna, óvissa er mikil og spurningar geta vaknað um til hvaða ráða megi grípa.

Af þeim sökum hefur embætti Umboðsmanns skuldara tekið saman efni á sérstökum COVID-19 vef þar sem meðal annars má finna ráðleggingar vegna atvinnumissis, leiðir til að draga úr líkum á greiðsluvanda, upplýsingar fyrir sjálfstætt starfandi og fleira gagnlegt.

Óhætt er að mæla með vefnum sem finna má hér:

Upplýsingavef Íslandsbanka um þjónustu og úrræði vegna COVID-19 má nálgast hér: