Breytingar á rafrænni innskráningu í netbanka og appi

Á næstu dögum verður lokað fyrir innskráningu í netbanka og app með notendanafni, lykilorði og SMS auðkennisnúmeri. Þú getur skráð þig inn í netbankann með því að nota rafræn skilríki og Auðkennisappið.


Ástæðan fyrir breytingunni er fyrst og fremst til að auka öryggi notenda við innskráningu í takt við reglur um sterka sannvottun. Sjá nánari upplýsingar um auðkenningu og öryggi hér.

  • Notendur munu áfram geta skráð sig inn í netbankann með því að nota rafræn skilríki eða Auðkennisappið.
  • Í appinu geta notendur skráð sig inn með rafrænum skilríkjum, í Auðkennisappinu eða með lífkenni (fingrafar eða andlitsgreiningu).

Ástæðan fyrir breytingunum eru meðal annars vaxandi fjöldi svika sem byggja á því að send eru SMS og tölvupóstar undir fölskum formerkjum, sjá nánar um netöryggi hér.

Hvar fæ ég rafræn skilríki?

  • Þú getur fengið rafræn skilríki í næsta útibúi Íslandsbanka. Mikilvægt er að hafa gilt persónuskilríki (ekki stafrænt) meðferðis þegar þú kemur á afgreiðslustað.
  • Einnig getur þú virkjað rafræn skilríki í sjálfsafgreiðslu með Auðkennisappinu. Til þess þarftu að sækja Auðkennisappið, eiga gilt íslenskt vegabréf, hafa náð 18 ára aldri og aðgang að snjalltæki sem styður NFC lestur.

Þeir sem ekki geta, af einhverjum ástæðum, verið með rafræn skilríki eða Auðkennisappið munu áfram geta notað notendanafn, lykilorð og SMS til innskráningar í netbankann.