Viðskiptavinir Íslandsbanka geta frá og með deginum í dag greitt með símanum sínum í snertilausum posum um allan heim. Þetta er án efa greiðslumáti framtíðarinnar og mun einfalda greiðslur enn frekar.
Snertilausar greiðslur með símanum þínum verða fyrst um sinn aðeins í boði fyrir handhafa kreditkorta og fyrirframgreiddra korta frá Kreditkorti og Íslandsbanka og fyrir Android notendur. Við munum innan tíðar bjóða upp á lausnina fyrir Apple notendur, fleiri kortategundir, sem og Garmin og Fitbit snjallúr.
Samhliða frekari þróun á Kreditkortsappinu flytjum við vörumerkið Kreditkort alfarið yfir til Íslandsbanka, þar með talið vefsíðu og alla aðra þjónustu.
Snertilausar greiðslur með símanum fara fram í gegnum Kort frá Íslandsbanka (áður Kreditkortsappið) þar sem allar kortaaðgerðir eru á einum stað. Þar getur þú:
- Séð stöðu korta í rauntíma
- Greitt með Android símanum þínum í posum
- Fryst kort
- Sótt PIN númer
- Skoðað stöðu Vildarpunkta Icelandair
- Virkjað tilboð í Fríðu – fríðindakerfi Íslandsbanka
- Dreift kortafærslum og -reikningum
- Stillt heimild korta
Við vinnum stöðugt að nýjum stafrænum lausnum til að gera öll þín kortaviðskipti sem einföldust og þægilegust. Þú sérð eftir sem áður allar þínar kortaupplýsingar á mínum kortasíðum.