Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul

Snertilausar greiðslur með símanum

Íslandsbanki kynnir nýja lausn þar sem hægt verður að greiða fyrir verslun og þjónustu í öllum posum með símanum.


Íslandsbanki kynnir nýja lausn þar sem hægt verður að greiða fyrir verslun og þjónustu í öllum posum með símanum. Með þessu verður stigið stórt skref í því að einfalda greiðslumáta korthafa. Lausnin verður kynnt ítarlega á næstu misserum og mun viðskiptavinum standa til boða að taka þátt í prófunum.  Lausnin verður fyrst um sinn aðeins í boði fyrir Android síma en er væntanleg fyrir IOS síma innan tíðar.

Fjórðungur nýtir sér greiðsludreifingu í appi

Að undanförnu hafa verið kynntar fjölmargar nýjungar í Kreditkortsapppi bankans en hægt er að sjá stöðu korta í rauntíma, stilla heimild,  frysta kort, sækja PIN númer og sjá stöðu vildarpunkta. Einnig er hægt að dreifa kortareikningum og einstaka kortafærslum en Íslandsbanki er eini bankinn hér á landi sem býður upp á þann möguleika. Yfir fjórðungur þeirra viðskiptavina sem nýta sér greiðsludreifingu framkvæma hana í appinu Jafnframt er hægt að virkja tilboð í Fríðu í appinu þar sem viðskiptavinir fá afslátt endurgreiddan beint inn á reikning sinn.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

 „Við erum stolt af því að kynna nýjan greiðslumáta sem er hluti af okkar stafrænu vegferð sem fleygir áfram. Við höfum lokið við skiptingu á grunnkerfum ásamt því að kynna til leiks fjölmargar lausnir sem viðskiptavinir eru ánægðir með. Bankinn hefur því aldrei verið jafn vel í stakk búinn undir þróun tækninýjunga. Með þessari nýju lausn verður hægt að greiða fyrir verslun og þjónustu með símanum einum sem er mikil einföldun og bætir þjónustu okkar enn frekar.“