Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Birting á skýrslum ársins 2020

Íslandsbanki hefur gefið út árs- og sjálfbærniskýrslu, áhættuskýrslu (Pillar 3) og áhrifaskýrslu fyrir sjálfbæran fjármálaramma bankans fyrir árið 2020


Íslandsbanki hefur gefið út árs- og sjálfbærniskýrslu, áhættuskýrslu (Pillar 3) og áhrifaskýrslu fyrir sjálfbæran fjármálaramma bankans fyrir árið 2020.

Árs- og sjálfbærniskýrsla

Skýrslan gefur greinargóða mynd af starfsemi, rekstri og stefnu bankans á árinu 2020. Skýrslan er á íslensku og ensku.

Áhættuskýrsla (Pillar 3)

Markmið áhættuskýrslu er að uppfylla lögbundnar kröfur um upplýsingagjöf og veita markaðsaðilum og öðrum áhugasömum aðilum upplýsingar sem ætlað er að auka skilning á áhættustýringu bankans. Skýrslan er á ensku.

Áhrifaskýrsla fyrir sjálfbæran fjármálaramma

Áhrifaskýrslan veitir yfirlit yfir þau lán og fjárfestingar í eignasafni bankans sem uppfylla skilyrði sjálfbæra fjármálarammans og hafa verið flokkuð sem sjálfbær verkefni á þeim þremur mánuðum sem eru liðnir frá útgáfu sjálfbæra fjármálarammans. Þá er í skýrslunni að finna áhrifamælikvarða og áætluð jákvæð umhverfis- og samfélagsáhrif sem stafa af verkefnunum. Skýrslan er á ensku.

Hægt er að nálgast ofangreindar skýrslur, ásamt fjárhagsupplýsingum fyrir árið 2020 á ársskýrsluvef bankans.

Nánari upplýsingar veita Fjárfestatengsl, ir@islandsbanki.is.

Nánari upplýsingar veita:


Fjárfestatengsl


Senda póst